Enskir geta þakkað Hollendingum 8. október 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira