Hætt við byggingu spilavítis

Eigendur Manchester United hafa hætt við að byggja spilavíti á heimavelli liðsins Old Trafford eins og til stóð, vegna erfiðleika við að fá tilskilin leyfi. Félagið hefur lagt ríka áherslu á að þessi niðurstaða hafi ekkert með Malcom Glazer og syni hans að gera, en margir vildu meina að þeir hefðu runnið á rassinn með að fjármagna fyrirtækið vegna skuldsetningar félagsins.