Borgin hótar lögsókn 14. október 2005 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira