Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði 15. október 2005 00:01 Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira