Lýsir eftir baráttuanda 15. október 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent