Lýsir eftir baráttuanda 15. október 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira