
Sport
Giggs verður frá í nokkrar vikur

Ryan Giggs hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur vegna kinnbeinsbrots sem hann hlaut í leiknum við Lille í Meistaradeildinni í gærkvöld og eykur þar með enn á ófarir liðsins, sem hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli á leiktíðinni. "Það er hræðilegt að verða fyrir þessu núna, en ég held að sé enn of snemmt að skjóta á hvað Ryan verður lengi frá keppni. Ég held að hann hafi orðið fyrir olnbogaskoti og það er ómögulegt að segja hvað hann missir mikið úr," sagði Alex Ferguson.