Erfitt að tjá sig ekki 21. október 2005 00:01 Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira