Sport

Montgomerie og Garcia efstir

Montgomerie og Garcia takast í hendur á þriðja hring í gær.
Montgomerie og Garcia takast í hendur á þriðja hring í gær.

Skotinn Colin Montgomerie og Spánverjinn Sergio Garcia eru efstir og jafnir að loknum 54 holum á lokamóti Evrópsku mótaraðarinnar í golfi. Colin Montgomerie lék á 70 höggum í gær og er samtals á tíu höggum undir pari.

Montgomerie berst við Nýsjálendinginn Michael Campbell um efsta sætið á peningalista mótaraðarinnar. Campbell er í áttunda sæti sex höggum á eftir skotanum. Montgomerie hefur sjö sinnum verið efstur á peningalistanum síðast árið 1999.

Bandaríkjamaðurinn Steve Lowery og Svíinn Carl Pettersson eru í fyrsta sæti á níu höggum undir pari samtals eftir þrjá keppnisdaga á Chrysler-meistaramótinu í golfi, næstsíðasta móti bandarísku mótaraðarinnar á tímabilinu. Davis Love, Daniel Chopra og Tom Pernice eru þremur höggum á eftir í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×