Leiðindaveður var í kringum Hvammstanga í kvöld og voru björgunarsveitarmenn og lögreglumaður á svæðinu að lóðsa bílstjóra í gegnum vegarkaflann frá Hvammstanga að Vatnshorni, eða fyrir svokallaðan Múla.
Í Langadalnum var skyggni orðið mjög slæmt um hálftíu-leytið, élnagangur og hálka. Lögreglan mæltist til þess að fyrirhuguðu ferðalagi fólks yrði frestað vegna veðurs.