Solberg enn í fyrsta sætinu

Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae.