Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi? 23. nóvember 2005 19:30 Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira