Isinbayeva stefnir á nýtt met í febrúar

Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva stefnir á að setja nýtt heimsmet á Norwich Union Grand Prix mótinu í Birmingham í febrúar. Mótið er haldið innandyra, en þar á Isinbayeva best 4,90 metra. "Ég er að stökkva 5 metra nokkuð örugglega núna, svo að ég er nokkuð bjartsýn á að setja met í Birmingham," sagði þessi 23 ára gamla afrekskona.