Svíþjóð - Ísland í beinni á Vísi 12. október 2005 00:01 Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Fréttablaðið fylgdist með. Leikurinn gegn Íslandi á Råsunda í dag virðist vera algjört formsatriði enda álíta Svíar að þeir séu þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Þýskalandi þótt tölfræðilega geti Tékkar enn hirt af þeim sætið. Jafntefli dugir Svíum gegn Íslandi. "Undir venjulegum kringumstæðum vinnum við Ísland. Ég sendi aðstoðarmann minn til þess að fylgjast með Íslandi gegn Póllandi og hef séð myndband með íslenska liðinu," var það eina sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía hafði að segja um Ísland á blaðamannafundinum. Ekki einu orði var minnst á fjarveru Eiðs Smára eða Hermanns Hreiðarssonar. Zlatan Ibrahimovic, eyddi miklum tíma í að sannfæra sænska fjölmiðlamenn að Henrik Larsson eigi heima í byrjunarliði Svía. "Það skiptir engu máli þótt hann spili lítið á Spáni, hann á heima í landsliðinu," sagði Zlatan. Íslenska landsliðið æfði á Råsunda í gær og voru allir heilir heilsu sem tóku þátt í æfingunni. Árni Gautur Arason er í startholunum að fara heim í dag til Noregs ef sambýliskona hans fer á fæðingardeildina. Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Athugið að einungis þeir sem eru áskrifendur að Sýn geta nýtt sér þessa viðbótarþjónustu. Hér má komast á VefTV þar sem útsending frá leiknum verður> Íslenski boltinn Innlent Menning Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira
Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Fréttablaðið fylgdist með. Leikurinn gegn Íslandi á Råsunda í dag virðist vera algjört formsatriði enda álíta Svíar að þeir séu þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Þýskalandi þótt tölfræðilega geti Tékkar enn hirt af þeim sætið. Jafntefli dugir Svíum gegn Íslandi. "Undir venjulegum kringumstæðum vinnum við Ísland. Ég sendi aðstoðarmann minn til þess að fylgjast með Íslandi gegn Póllandi og hef séð myndband með íslenska liðinu," var það eina sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía hafði að segja um Ísland á blaðamannafundinum. Ekki einu orði var minnst á fjarveru Eiðs Smára eða Hermanns Hreiðarssonar. Zlatan Ibrahimovic, eyddi miklum tíma í að sannfæra sænska fjölmiðlamenn að Henrik Larsson eigi heima í byrjunarliði Svía. "Það skiptir engu máli þótt hann spili lítið á Spáni, hann á heima í landsliðinu," sagði Zlatan. Íslenska landsliðið æfði á Råsunda í gær og voru allir heilir heilsu sem tóku þátt í æfingunni. Árni Gautur Arason er í startholunum að fara heim í dag til Noregs ef sambýliskona hans fer á fæðingardeildina. Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Athugið að einungis þeir sem eru áskrifendur að Sýn geta nýtt sér þessa viðbótarþjónustu. Hér má komast á VefTV þar sem útsending frá leiknum verður>
Íslenski boltinn Innlent Menning Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira