Ákæruvaldið ekki tilraunstofa 12. október 2005 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. > Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. >
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira