Indverska eða kínverska? 26. janúar 2006 00:01 Bandarískir vinir mínir veðjuðu á Japan: þeir sendu dætur sínar í skóla fyrir löngu til að læra japönsku, tungu framtíðarinnar. Það er ríkt í mörgum bandarískum foreldrum að búa börnin sín sem allra bezt undir framtíðina, því að almannavaldið þar vestra deilir forræði menntamálanna með foreldrunum, svo að feður og mæður finna til beinnar ábyrgðar á menntun barna sinna. Það er frekar sjaldgæft, að íslenzkir foreldrar grípi til viðlíka sérráðstafana í menntunarmálum barna og unglinga, því að hér heima eru ríkið og byggðirnar allt í öllu í menntamálunum, ef tónlistarfræðslan ein er undanskilin. Indlandi og Kína svipar að þessu leyti til Bandaríkjanna. Fólkið þarna austur frá þyrstir í menntun handa börnum sínum - menntun, sem það sjálft fór á mis við. Bandaríski blaðamaðurinn Nicholas Kristof sagði nýlega frá heimsókn sinni í barnaskóla í einu af fátækrahverfum Kalkúttu. Foreldrar barnanna þar eru flestir ólæsir. Þeir selja léttan varning á gangstéttum, búa þar, draga léttivagna og vinna algenga verkamannavinnu. Þetta fólk hefur farið alls á mis og hefur ekkert að selja öðrum nema eigið vöðvaafl. Meðaltekjur þessara fjölskyldna eru fjórtán hundruð krónur á mánuði, og röskan helming þeirrar fjárhæðar reiða foreldrarnir fram í skráningargjöld við upphaf skólaársins og síðan 140 krónur - tíund! - í mánaðargjald til skólans. Fimm ára börn læra ensku, bengölsku (móðurmálið), stærðfræði, tónlist og aðrar listir og þurfa að læra heima í hálftíma á dag. Einkaskólar af þessu tagi spretta upp eins og gorkúlur um allt Indland, og foreldrarnir taka þeim fagnandi, því að þeir hafa fengið sig fullsadda af ríkisskólum, sem eiga að heita ókeypis og kenna börnunum ekkert að gagni. Eitt dagblaðið í Kalkúttu birtir reglulegan dálk um stærðfræði til að svala fróðleiksfúsum lesendum. Þarna er efnahagsstórveldi í uppsiglingu. Enskumælandi Indverjum fjölgar dag frá degi. Ég lýsti súrsun ýmissa þjónustustarfa út til Indlands hér í Fréttablaðinu fyrir viku. Indverskir hágæðaspítalar bjóða ýmsar flóknar læknisaðgerðir við broti þess verðs, sem bandarískir sjúklingar þyrftu að greiða heima hjá sér fyrir sömu þjónustu. Indland hefur upp á ýmislegt annað að bjóða: traust bankakerfi, frjálsa fjölmiðla og lýðræði. Kína hefur ekkert af þessu, ekki enn. Kínverjar kunna yfirleitt ekki ensku, svo að það er tómt mál að tala við þá um súrsun í stórum stíl. Bankakerfið í Kína stendur á brauðfótum, því að Kommúnistaflokkurinn hefur misbeitt því miskunnarlaust í eigin þágu í meira en hálfa öld. Fjölmiðlarnir lofsyngja yfirvöldin daginn út og inn. Fólk er dæmt í fangelsi fyrir að reyna að slá upp leitarorðum eins og frelsi og lýðræði á vefnum. Tölvuleitin ber í öllu falli engan árangur, því að landsstjórnin er búin að kemba leitarvélarnar. Eigi að síður fleygir Kínverjum fram í menntamálum á öllum stigum. Kína hefur vaxið mun hraðar en Indland síðan 1950. Löndin tvö stóðu jafnfætis í efnahagslegu tilliti fyrir tuttugu árum, en tekjur á mann í Kína eru nú tvisvar sinnum meiri en á Indlandi. Kínverjar hafa lagt meiri rækt en Indverjar við menntun, fjárfestingu, erlend viðskipti, getnaðarvarnir og aðrar undirstöður örs hagvaxtar. Umbæturnar í Kína hafa verið hraðari og stórstígari og staðið tvisvar sinnum lengur en á Indlandi, því að Indverjar sneru ekki baki við miðstýrðum áætlunarbúskap að sovézkri fyrirmynd fyrr en 1991, Kínverjar 1978. Indverjar eru enn á báðum áttum: þeir hika við að hleypa erlendri fjárfestingu inn í landið, einkavæðing ríkisfyrirtækja gengur hægt og illa, matur er ennþá niðurgreiddur í stórum stíl með ærnum tilkostnaði, vinnulöggjöfin íþyngir einkaframtaki, og innviðir efnahagslífsins - flugvellir, hafnir, vegir - eru morknir. Ekkert af þessu vefst fyrir Kínverjum. Eitt hafa Indverjar þó klárlega fram yfir Kínverja, og það er lýðræði. Indverjum er frjálst að fella ríkisstjórn landsins í almennum kosningum, ef þeim mislíkar stjórnarstefnan. Kínverja skortir þennan rétt til að skipta um stjórn eftir þörfum. Hvort eigum við að kenna börnunum okkar og barnabörnum indversku eða kínversku? Því er ekki auðsvarað. Indverjar tala sextán tungumál, Kínverjar annan eins fjölda. En við skulum samt ekki láta það dragast öllu lengur hér heima að hefja enskukennslu strax við upphaf skólagöngu auk tilsagnar í móðurmálinu, stærðfræði, tónlist og öðrum listum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Bandarískir vinir mínir veðjuðu á Japan: þeir sendu dætur sínar í skóla fyrir löngu til að læra japönsku, tungu framtíðarinnar. Það er ríkt í mörgum bandarískum foreldrum að búa börnin sín sem allra bezt undir framtíðina, því að almannavaldið þar vestra deilir forræði menntamálanna með foreldrunum, svo að feður og mæður finna til beinnar ábyrgðar á menntun barna sinna. Það er frekar sjaldgæft, að íslenzkir foreldrar grípi til viðlíka sérráðstafana í menntunarmálum barna og unglinga, því að hér heima eru ríkið og byggðirnar allt í öllu í menntamálunum, ef tónlistarfræðslan ein er undanskilin. Indlandi og Kína svipar að þessu leyti til Bandaríkjanna. Fólkið þarna austur frá þyrstir í menntun handa börnum sínum - menntun, sem það sjálft fór á mis við. Bandaríski blaðamaðurinn Nicholas Kristof sagði nýlega frá heimsókn sinni í barnaskóla í einu af fátækrahverfum Kalkúttu. Foreldrar barnanna þar eru flestir ólæsir. Þeir selja léttan varning á gangstéttum, búa þar, draga léttivagna og vinna algenga verkamannavinnu. Þetta fólk hefur farið alls á mis og hefur ekkert að selja öðrum nema eigið vöðvaafl. Meðaltekjur þessara fjölskyldna eru fjórtán hundruð krónur á mánuði, og röskan helming þeirrar fjárhæðar reiða foreldrarnir fram í skráningargjöld við upphaf skólaársins og síðan 140 krónur - tíund! - í mánaðargjald til skólans. Fimm ára börn læra ensku, bengölsku (móðurmálið), stærðfræði, tónlist og aðrar listir og þurfa að læra heima í hálftíma á dag. Einkaskólar af þessu tagi spretta upp eins og gorkúlur um allt Indland, og foreldrarnir taka þeim fagnandi, því að þeir hafa fengið sig fullsadda af ríkisskólum, sem eiga að heita ókeypis og kenna börnunum ekkert að gagni. Eitt dagblaðið í Kalkúttu birtir reglulegan dálk um stærðfræði til að svala fróðleiksfúsum lesendum. Þarna er efnahagsstórveldi í uppsiglingu. Enskumælandi Indverjum fjölgar dag frá degi. Ég lýsti súrsun ýmissa þjónustustarfa út til Indlands hér í Fréttablaðinu fyrir viku. Indverskir hágæðaspítalar bjóða ýmsar flóknar læknisaðgerðir við broti þess verðs, sem bandarískir sjúklingar þyrftu að greiða heima hjá sér fyrir sömu þjónustu. Indland hefur upp á ýmislegt annað að bjóða: traust bankakerfi, frjálsa fjölmiðla og lýðræði. Kína hefur ekkert af þessu, ekki enn. Kínverjar kunna yfirleitt ekki ensku, svo að það er tómt mál að tala við þá um súrsun í stórum stíl. Bankakerfið í Kína stendur á brauðfótum, því að Kommúnistaflokkurinn hefur misbeitt því miskunnarlaust í eigin þágu í meira en hálfa öld. Fjölmiðlarnir lofsyngja yfirvöldin daginn út og inn. Fólk er dæmt í fangelsi fyrir að reyna að slá upp leitarorðum eins og frelsi og lýðræði á vefnum. Tölvuleitin ber í öllu falli engan árangur, því að landsstjórnin er búin að kemba leitarvélarnar. Eigi að síður fleygir Kínverjum fram í menntamálum á öllum stigum. Kína hefur vaxið mun hraðar en Indland síðan 1950. Löndin tvö stóðu jafnfætis í efnahagslegu tilliti fyrir tuttugu árum, en tekjur á mann í Kína eru nú tvisvar sinnum meiri en á Indlandi. Kínverjar hafa lagt meiri rækt en Indverjar við menntun, fjárfestingu, erlend viðskipti, getnaðarvarnir og aðrar undirstöður örs hagvaxtar. Umbæturnar í Kína hafa verið hraðari og stórstígari og staðið tvisvar sinnum lengur en á Indlandi, því að Indverjar sneru ekki baki við miðstýrðum áætlunarbúskap að sovézkri fyrirmynd fyrr en 1991, Kínverjar 1978. Indverjar eru enn á báðum áttum: þeir hika við að hleypa erlendri fjárfestingu inn í landið, einkavæðing ríkisfyrirtækja gengur hægt og illa, matur er ennþá niðurgreiddur í stórum stíl með ærnum tilkostnaði, vinnulöggjöfin íþyngir einkaframtaki, og innviðir efnahagslífsins - flugvellir, hafnir, vegir - eru morknir. Ekkert af þessu vefst fyrir Kínverjum. Eitt hafa Indverjar þó klárlega fram yfir Kínverja, og það er lýðræði. Indverjum er frjálst að fella ríkisstjórn landsins í almennum kosningum, ef þeim mislíkar stjórnarstefnan. Kínverja skortir þennan rétt til að skipta um stjórn eftir þörfum. Hvort eigum við að kenna börnunum okkar og barnabörnum indversku eða kínversku? Því er ekki auðsvarað. Indverjar tala sextán tungumál, Kínverjar annan eins fjölda. En við skulum samt ekki láta það dragast öllu lengur hér heima að hefja enskukennslu strax við upphaf skólagöngu auk tilsagnar í móðurmálinu, stærðfræði, tónlist og öðrum listum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun