Altúnga og Framsókn 10. mars 2006 00:51 Í bókinni um Birtíng eftir 18. aldar snillinginn Voltaire er sagt frá hinum mikla lærimeistara, sem í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness fékk nafnið Altúnga. Altúnga aðhylltist háspekisguðfræðialheimsviskukenninguna og sannaði með sannfærandi hætti að ekki væri til afleiðing án orsakar. Þannig segir á einum stað í bókinni eftir honum: Það hefur verið sýnt framá, sagði hann, að hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað við þann allrabesta endi. Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lonníetturnar; enda höfum við líka lonníettur. Það er bersýnilegt að fætur manna eru til þess gerðir að vera skóaðir, enda höfum við öll eitthvað á fótunum... og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi. Alla tíð í gegn var Altúnga samkvæmur og trúr kenningu sinni jafnvel þótt hann hafi lent í hinum mestu hremmingum þar sem hann var m.a. hengdur, krufinn, húðflettur og gerður að ræðara á galeiðu. Alltaf var hann sannfærður um að þetta væri hinn besti mögulegi heimur allra heima, þar sem mótlætið hafði þann tilgang að leiða til hins allra besta endis. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gaf það til kynna þegar hann tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni og setti í leiðinni Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni, að enn mætti eiga von á ráðherraskiptum. Fáir reiknuðu þó með því þá, að það yrði Árni Magnússon sem færi út að eigin ósk, eins og niðurstaðan varð í vikunni. Þetta var óvænt og gefur tilefni til að ætla að framsóknarmenn hljóti í framhaldinu að tileinka sér pólitíska útgáfu af háspekisguðfræðialheimsviskukenningu Altúngu. Framsóknarmenn hafa oft mátt þola erfiðleika í skoðanakönnunum og eru jafnframt sá flokkur íslenska flokkakerfisins sem oftast mælist of lágur í könnunum miðað við kosningar. Þó flokkurinn hafi vissulega verið á undanhaldi síðustu ár og áratugi, þá hefur hann einhvern veginn náð þeirri stöðu að vinna hvern kosningasigurinn á fætur öðrum - þ.e.a.s. sigra miðað við skoðanakannanirnar! Tilgangur kosningaþátttökunnar er jú að sigra og því mætti hafa þessa endurteknu kosningasigra flokksins til marks um að í skilningi kenningar Altúngu sé flokkurinn ekki einvörðungu í besta heimi allra heima, heldur í hinum allrabesta heimi allra heima. Sjaldan hefur útlitið þó verið eins svart og nú, flokkurinn er að mælast með pilsner-fylgi í Reykjavík og ekki nema lítið eitt meira á landsvísu. Flokkurinn hefur ekki verið samstíga og óánægja hefur kraumað undir. Forustan hefur verið gagnrýnd fyrir að sniðganga hefðbundnar samskiptareglur innan flokksins og taka mikilvægar ákvarðanir án þess að kanna fyrst baklandið í flokknum. Erfitt prófkjör í Reykjavík var mikið í sviðsljósinu og sitjandi borgarfulltrúi hyggst ekki vera með næst. Flest virðist hafa orðið flokknum að óhamingju og nú síðast að ungur ráðherra kýs af persónulegum ástæðum að skipta um vettvang og yfirgefa flokkinn og pólitíkina og fara að rækta garðinn sinn. En rétt þegar hremmingarnar virðast óyfirstíganlegar kemur háspekisguðfræðialheimsviskukenningin til skjalanna. Vegna hinna hatrömmu átaka sem orðið höfðu í flokknum og endurspegluðust í prófkjörinu í Reykjavík er nú greinilegt að tveir höfuðpaurar ólíkra arma, Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson, hafa ákveðið að sættast og snúa bökum saman. Það er líklega einhver besti endir allra enda fyrir flokkinn í því sveitarfélagi og gæti jafnvel orðið til þess að flokkurinn ynni stóran kosningasigur í höfuðborginni - ef hefðbundið mið er tekið af skoðanakönnunum. Og vegna hinnar skyndilegu og óvæntu brottfarar unga ráðherrans úr stjórnmálum hefur það nú orðið, að Siv Friðleifsdótir kemur á ný inn í ríkisstjórnina og fjölmargar aðrar breytingar verða í baklandi flokksforustunnar, sem gera það að verkum að pirringur minnkar og samheldni magnast. Það er vissulegu líka besta niðurstaða allra niðurstaðna fyrir flokkinn og gæti stuðlað að því að hann ynni sína hefðbundnu kosningasigra á skoðanakönnunum víðar um landið. Þannig virðist háspekisguðfræðialheimsviskukenning Altúngu vera að virka á sinn sérstaka hátt hjá Framsóknarflokknum, þó óvíst sé hvort kosningasigrarnir verði mjög stórir að þessu sinni. Hitt er þó líka ljóst, að ef slíkir sigra láta alveg á sér standa bíður forustunnar og jafnvel flokksins í heild lítið annað en rólegheit og einsemd eigin garðræktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Í bókinni um Birtíng eftir 18. aldar snillinginn Voltaire er sagt frá hinum mikla lærimeistara, sem í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness fékk nafnið Altúnga. Altúnga aðhylltist háspekisguðfræðialheimsviskukenninguna og sannaði með sannfærandi hætti að ekki væri til afleiðing án orsakar. Þannig segir á einum stað í bókinni eftir honum: Það hefur verið sýnt framá, sagði hann, að hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað við þann allrabesta endi. Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lonníetturnar; enda höfum við líka lonníettur. Það er bersýnilegt að fætur manna eru til þess gerðir að vera skóaðir, enda höfum við öll eitthvað á fótunum... og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi. Alla tíð í gegn var Altúnga samkvæmur og trúr kenningu sinni jafnvel þótt hann hafi lent í hinum mestu hremmingum þar sem hann var m.a. hengdur, krufinn, húðflettur og gerður að ræðara á galeiðu. Alltaf var hann sannfærður um að þetta væri hinn besti mögulegi heimur allra heima, þar sem mótlætið hafði þann tilgang að leiða til hins allra besta endis. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gaf það til kynna þegar hann tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni og setti í leiðinni Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni, að enn mætti eiga von á ráðherraskiptum. Fáir reiknuðu þó með því þá, að það yrði Árni Magnússon sem færi út að eigin ósk, eins og niðurstaðan varð í vikunni. Þetta var óvænt og gefur tilefni til að ætla að framsóknarmenn hljóti í framhaldinu að tileinka sér pólitíska útgáfu af háspekisguðfræðialheimsviskukenningu Altúngu. Framsóknarmenn hafa oft mátt þola erfiðleika í skoðanakönnunum og eru jafnframt sá flokkur íslenska flokkakerfisins sem oftast mælist of lágur í könnunum miðað við kosningar. Þó flokkurinn hafi vissulega verið á undanhaldi síðustu ár og áratugi, þá hefur hann einhvern veginn náð þeirri stöðu að vinna hvern kosningasigurinn á fætur öðrum - þ.e.a.s. sigra miðað við skoðanakannanirnar! Tilgangur kosningaþátttökunnar er jú að sigra og því mætti hafa þessa endurteknu kosningasigra flokksins til marks um að í skilningi kenningar Altúngu sé flokkurinn ekki einvörðungu í besta heimi allra heima, heldur í hinum allrabesta heimi allra heima. Sjaldan hefur útlitið þó verið eins svart og nú, flokkurinn er að mælast með pilsner-fylgi í Reykjavík og ekki nema lítið eitt meira á landsvísu. Flokkurinn hefur ekki verið samstíga og óánægja hefur kraumað undir. Forustan hefur verið gagnrýnd fyrir að sniðganga hefðbundnar samskiptareglur innan flokksins og taka mikilvægar ákvarðanir án þess að kanna fyrst baklandið í flokknum. Erfitt prófkjör í Reykjavík var mikið í sviðsljósinu og sitjandi borgarfulltrúi hyggst ekki vera með næst. Flest virðist hafa orðið flokknum að óhamingju og nú síðast að ungur ráðherra kýs af persónulegum ástæðum að skipta um vettvang og yfirgefa flokkinn og pólitíkina og fara að rækta garðinn sinn. En rétt þegar hremmingarnar virðast óyfirstíganlegar kemur háspekisguðfræðialheimsviskukenningin til skjalanna. Vegna hinna hatrömmu átaka sem orðið höfðu í flokknum og endurspegluðust í prófkjörinu í Reykjavík er nú greinilegt að tveir höfuðpaurar ólíkra arma, Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson, hafa ákveðið að sættast og snúa bökum saman. Það er líklega einhver besti endir allra enda fyrir flokkinn í því sveitarfélagi og gæti jafnvel orðið til þess að flokkurinn ynni stóran kosningasigur í höfuðborginni - ef hefðbundið mið er tekið af skoðanakönnunum. Og vegna hinnar skyndilegu og óvæntu brottfarar unga ráðherrans úr stjórnmálum hefur það nú orðið, að Siv Friðleifsdótir kemur á ný inn í ríkisstjórnina og fjölmargar aðrar breytingar verða í baklandi flokksforustunnar, sem gera það að verkum að pirringur minnkar og samheldni magnast. Það er vissulegu líka besta niðurstaða allra niðurstaðna fyrir flokkinn og gæti stuðlað að því að hann ynni sína hefðbundnu kosningasigra á skoðanakönnunum víðar um landið. Þannig virðist háspekisguðfræðialheimsviskukenning Altúngu vera að virka á sinn sérstaka hátt hjá Framsóknarflokknum, þó óvíst sé hvort kosningasigrarnir verði mjög stórir að þessu sinni. Hitt er þó líka ljóst, að ef slíkir sigra láta alveg á sér standa bíður forustunnar og jafnvel flokksins í heild lítið annað en rólegheit og einsemd eigin garðræktar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun