Á að sæta sálfræðilegu lagi? 15. mars 2006 00:01 Frumvarp iðnaðarráðherra til nýrra vatnalaga hefur verið til rökræðu á Alþingi. Umræður um frumvarpið hafa staðið lengur en gengur og gerist. Oftar hefur verið fleygt grundvallarhugtökum stjórnmálaumræðunnar en almennt tíðkast í sölum Alþingis. Fleiri stóryrði hafa fallið en menn eiga að venjast á löggjafarsamkomunni. Fregnir hafa verið sagðar af smávægilegum ryskingum í þinghúsinu af þessu tilefni, sem er dæmalaust. Um hvað deila þingmenn í þessu máli? Það er meira og minna á huldu. Fjölmiðlar hafa gefið umræðunni góðan gaum. Samt sem áður er deiluefnið í meira lagi óskýrt. Hvers vegna dugar ekki allur sá tími sem þingmenn hafa notað og þeirra meitluðu og stóru orð, til þess að gera kjósendum ljósa grein fyrir mismuninum á stefnu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna í málinu? Líklegasta skýringin er að sú djúpa gjá sem orðræðan hefur gefið til kynna að sé fyrir hendi sé í raun og veru ekki til staðar. Vatnsréttindi hafa að mestu byggst á grunni einkaeignarréttar frá því landið var numið með þeim takmörkunum sem almannahagsmunir hafa krafist. Góð sátt hefur verið um þá löggjöf sem gilt hefur um þetta efni frá því snemma á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja frumvarpið raskar engum meginreglum um nýtingu vatns. Engar tillögur liggja fyrir um að þjóðnýta réttindi sem fram til þessa hafa verið undirorpin einkaeignarrétti. Þegar horft er á málavexti í þessu ljósi er eðlilegt að spurt sé hvernig það megi vera að störf Alþingis séu í uppnámi af þessum sökum. Deilurnar um veðlögin á sínum tíma voru af svipuðum toga. Þar var meðal annars verið að lögfesta í nýju formi heimildir til þess að veðsetja fiskveiðiréttindi, sem fylgdu skipum. Engir voru með tillögur um að kollvarpa því fyrirkomulagi um þessi efni sem var grundvöllur útgerðarrekstrar og bankastarfsemi í landinu. Margir þingmenn, bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn, áttu þó erfitt með að horfast í augu við veruleikann þegar hann hafði verið settur á blað í frumvarpsbúningi; mest vegna þokukenndrar þjóðareignarumræðu. Það tók fimm þing að afgreiða málið. Fiskveiðiréttindi voru veðsetjanleg áður en frumvarpið var flutt, öll árin sem meðferð þess tók á þingi og eins eftir að afgreiðslu málsins lauk og æ síðan. Núverandi forsætisráðherra var í stjórnarandstðöu þegar veðlagafrumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi og hafði verið utanríkisráðherra í tvö ár þegar það var endanlega samþykkt sem lög. Hann átti þátt í að finna það orðalag sem á endanum leysti málið. Sú lausn var ekki pólitísk heldur sálfræðileg. Þó að vatnalagafrumvarpið sé betrumbót er erfitt að halda því fram að allt standi og falli með tafarlausri afgreiðslu þess. Er ekki í því ljósi kostur, eins og að minnsta kosti einu sinni áður hefur verið gert, að sæta sálfræðilegu lagi til þess að sigla málinu inn fyrir skerjagarðinn? Vera má að ríkisstjórnin spyrji sig hvort slík leið feli í sér viðurkenningu á því að stjórnarandstaðan ráði framgangi þingmála. Svarið í þessu tilviki er: Alltént ekki um mál sem öllu skiptir að afgreiða skjótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Frumvarp iðnaðarráðherra til nýrra vatnalaga hefur verið til rökræðu á Alþingi. Umræður um frumvarpið hafa staðið lengur en gengur og gerist. Oftar hefur verið fleygt grundvallarhugtökum stjórnmálaumræðunnar en almennt tíðkast í sölum Alþingis. Fleiri stóryrði hafa fallið en menn eiga að venjast á löggjafarsamkomunni. Fregnir hafa verið sagðar af smávægilegum ryskingum í þinghúsinu af þessu tilefni, sem er dæmalaust. Um hvað deila þingmenn í þessu máli? Það er meira og minna á huldu. Fjölmiðlar hafa gefið umræðunni góðan gaum. Samt sem áður er deiluefnið í meira lagi óskýrt. Hvers vegna dugar ekki allur sá tími sem þingmenn hafa notað og þeirra meitluðu og stóru orð, til þess að gera kjósendum ljósa grein fyrir mismuninum á stefnu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna í málinu? Líklegasta skýringin er að sú djúpa gjá sem orðræðan hefur gefið til kynna að sé fyrir hendi sé í raun og veru ekki til staðar. Vatnsréttindi hafa að mestu byggst á grunni einkaeignarréttar frá því landið var numið með þeim takmörkunum sem almannahagsmunir hafa krafist. Góð sátt hefur verið um þá löggjöf sem gilt hefur um þetta efni frá því snemma á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja frumvarpið raskar engum meginreglum um nýtingu vatns. Engar tillögur liggja fyrir um að þjóðnýta réttindi sem fram til þessa hafa verið undirorpin einkaeignarrétti. Þegar horft er á málavexti í þessu ljósi er eðlilegt að spurt sé hvernig það megi vera að störf Alþingis séu í uppnámi af þessum sökum. Deilurnar um veðlögin á sínum tíma voru af svipuðum toga. Þar var meðal annars verið að lögfesta í nýju formi heimildir til þess að veðsetja fiskveiðiréttindi, sem fylgdu skipum. Engir voru með tillögur um að kollvarpa því fyrirkomulagi um þessi efni sem var grundvöllur útgerðarrekstrar og bankastarfsemi í landinu. Margir þingmenn, bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn, áttu þó erfitt með að horfast í augu við veruleikann þegar hann hafði verið settur á blað í frumvarpsbúningi; mest vegna þokukenndrar þjóðareignarumræðu. Það tók fimm þing að afgreiða málið. Fiskveiðiréttindi voru veðsetjanleg áður en frumvarpið var flutt, öll árin sem meðferð þess tók á þingi og eins eftir að afgreiðslu málsins lauk og æ síðan. Núverandi forsætisráðherra var í stjórnarandstðöu þegar veðlagafrumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi og hafði verið utanríkisráðherra í tvö ár þegar það var endanlega samþykkt sem lög. Hann átti þátt í að finna það orðalag sem á endanum leysti málið. Sú lausn var ekki pólitísk heldur sálfræðileg. Þó að vatnalagafrumvarpið sé betrumbót er erfitt að halda því fram að allt standi og falli með tafarlausri afgreiðslu þess. Er ekki í því ljósi kostur, eins og að minnsta kosti einu sinni áður hefur verið gert, að sæta sálfræðilegu lagi til þess að sigla málinu inn fyrir skerjagarðinn? Vera má að ríkisstjórnin spyrji sig hvort slík leið feli í sér viðurkenningu á því að stjórnarandstaðan ráði framgangi þingmála. Svarið í þessu tilviki er: Alltént ekki um mál sem öllu skiptir að afgreiða skjótt.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun