Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum 19. júní 2006 11:30 linnéll búinn að vera? Ingemar Linnéll hefur náð hörmulegum árangri með sænska handboltalandsliðið frá því hann tók við af Bengt Johansson. Hann verður líklega rekinn áður en mánuðurinn er liðinn. MYND/getty images Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu. Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira
Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu.
Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira