Varðstaða um vont ástand 19. júlí 2006 11:14 Viðbragða Geirs H. Haarde forsætisráðherra við skýrslu formanns matvælaverðsnefndar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda nefnd sem var skipuð af honum sjálfum. Þeim mun meiri voru vonbrigðin þegar forsætisráðherra birtist að loknum fundi ríkisstjórnar um skýrsluna í gærmorgun og fékkst ekki til að segja annað en að breytingar væru í aðsigi í landbúnaðarmálum og að Sjálfstæðisflokkurinn vildi standa vörð um íslenskan landbúnað. Nú er rétt að taka fram að allt frá því að Geir H. Haarde tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur það verið sérstakur stíll hjá honum að segja frekar minna en meira. Þetta stílbragð hefur reynst Geir og flokki hans ágætlega í kjölfar þess að hinn fyrirferðarmikli forveri hans, Davíð Oddsson, hvarf úr sviðsljósinu. Eftir kærkomna hvíld frá Davíð er þó ekki örgrannt um að maður sé farinn að sakna skorinorðra svara hans í landsföðurhlutverkinu, sérstaklega þegar Geir býður upp á viðbrögð sem eru hvorki fugl né fiskur, eins og þau hér að ofan. Spurningin er: um hvað vill Geir H. Haarde standa vörð? Er það um núverandi landbúnaðarkerfi sem er vont fyrir alla sem að því koma: skattgreiðendur, neytendur sem búa við dýrari landbúnaðarvörur en í öllum nágrannalöndum okkar, og ekki síst bændur sjálfa, sem margir hverjir virðast eiga í mesta basli með að sjá fyrir sér og sínum með búskapnum einum saman þrátt fyrir niðurgreiðslu og verndartolla á samkeppnisvörur? Þrátt fyrir loðmulluleg svör var ekki annað að heyra en að Geir væri nokkuð sáttur við núverandi kerfi. Hann sagði að ekki mætti vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap og lýsti auk þess áhyggjum sínum yfir því að ávinningurinn af skattalækkunum á mat gæti lent annars staðar en í vasa almennings, yrði ekki tekið á fákeppni í smásölu. Þetta þýðir á mannamáli að fara undan í flæmingi fyrir viðfangsefninu, sem er að lækka óþolandi hátt verð á matvörum á Íslandi. Í því samhengi er rétt að ítreka að sjötíu prósent af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vega landbúnaðarvörur þyngst. Í fyrsta lagi er ákveðin uppgjöf fólgin í ótta Geirs við að ávinningurinn af frjálsara og opnara markaðskerfi landbúnaðarins renni ekki til fólksins í landinu. Íslenskir kaupmenn hafa ítrekað lýst því yfir að hér sé hægt að lækka matvöruverð verulega ef verndartollar verði aflagðir. Það er engin ástæða til að ætla þeim fyrir fram að standa ekki við þau orð sín. Auk þess hefur ASÍ, sem tók virkan þátt í starfi matvælaverðsnefndarinnar, bent á að verndartollar og innflutningshöft leiða ekki aðeins til að verð á landbúnaðarvörum er hátt hér á landi heldur getur þessi haftastefna mögulega veitt skjól fyrir háu verðlagi á matvælum almennt. Í öðru lagi kemur skýrt fram í tillögum skýrslunnar að verði innflutningsvernd búvara lækkuð, og á endanum afnumin, þarf að auka stuðning við landbúnaðinn og byggð í landinu sem svarar til lækkunar tollverndarinnar til þess að tryggja hag bænda og búvöruframleiðslu, þannig að ekki er verið að boða neinn þjösnaskap við bændur. Auðvitað má reikna með að breytingar yrðu að einhverju leyti sársaukafullar fyrir búskap í landinu. En þegar upp er staðið má líka gera ráð fyrir að þær hefðu í för með sér sterkari og hagkvæmari íslenskan landbúnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Viðbragða Geirs H. Haarde forsætisráðherra við skýrslu formanns matvælaverðsnefndar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda nefnd sem var skipuð af honum sjálfum. Þeim mun meiri voru vonbrigðin þegar forsætisráðherra birtist að loknum fundi ríkisstjórnar um skýrsluna í gærmorgun og fékkst ekki til að segja annað en að breytingar væru í aðsigi í landbúnaðarmálum og að Sjálfstæðisflokkurinn vildi standa vörð um íslenskan landbúnað. Nú er rétt að taka fram að allt frá því að Geir H. Haarde tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur það verið sérstakur stíll hjá honum að segja frekar minna en meira. Þetta stílbragð hefur reynst Geir og flokki hans ágætlega í kjölfar þess að hinn fyrirferðarmikli forveri hans, Davíð Oddsson, hvarf úr sviðsljósinu. Eftir kærkomna hvíld frá Davíð er þó ekki örgrannt um að maður sé farinn að sakna skorinorðra svara hans í landsföðurhlutverkinu, sérstaklega þegar Geir býður upp á viðbrögð sem eru hvorki fugl né fiskur, eins og þau hér að ofan. Spurningin er: um hvað vill Geir H. Haarde standa vörð? Er það um núverandi landbúnaðarkerfi sem er vont fyrir alla sem að því koma: skattgreiðendur, neytendur sem búa við dýrari landbúnaðarvörur en í öllum nágrannalöndum okkar, og ekki síst bændur sjálfa, sem margir hverjir virðast eiga í mesta basli með að sjá fyrir sér og sínum með búskapnum einum saman þrátt fyrir niðurgreiðslu og verndartolla á samkeppnisvörur? Þrátt fyrir loðmulluleg svör var ekki annað að heyra en að Geir væri nokkuð sáttur við núverandi kerfi. Hann sagði að ekki mætti vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap og lýsti auk þess áhyggjum sínum yfir því að ávinningurinn af skattalækkunum á mat gæti lent annars staðar en í vasa almennings, yrði ekki tekið á fákeppni í smásölu. Þetta þýðir á mannamáli að fara undan í flæmingi fyrir viðfangsefninu, sem er að lækka óþolandi hátt verð á matvörum á Íslandi. Í því samhengi er rétt að ítreka að sjötíu prósent af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vega landbúnaðarvörur þyngst. Í fyrsta lagi er ákveðin uppgjöf fólgin í ótta Geirs við að ávinningurinn af frjálsara og opnara markaðskerfi landbúnaðarins renni ekki til fólksins í landinu. Íslenskir kaupmenn hafa ítrekað lýst því yfir að hér sé hægt að lækka matvöruverð verulega ef verndartollar verði aflagðir. Það er engin ástæða til að ætla þeim fyrir fram að standa ekki við þau orð sín. Auk þess hefur ASÍ, sem tók virkan þátt í starfi matvælaverðsnefndarinnar, bent á að verndartollar og innflutningshöft leiða ekki aðeins til að verð á landbúnaðarvörum er hátt hér á landi heldur getur þessi haftastefna mögulega veitt skjól fyrir háu verðlagi á matvælum almennt. Í öðru lagi kemur skýrt fram í tillögum skýrslunnar að verði innflutningsvernd búvara lækkuð, og á endanum afnumin, þarf að auka stuðning við landbúnaðinn og byggð í landinu sem svarar til lækkunar tollverndarinnar til þess að tryggja hag bænda og búvöruframleiðslu, þannig að ekki er verið að boða neinn þjösnaskap við bændur. Auðvitað má reikna með að breytingar yrðu að einhverju leyti sársaukafullar fyrir búskap í landinu. En þegar upp er staðið má líka gera ráð fyrir að þær hefðu í för með sér sterkari og hagkvæmari íslenskan landbúnað.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun