Skynsamlegar kerfisbreytingar 21. júlí 2006 00:01 Mála sannast er að ástæða er til að fagna niðurstöðu í viðræðum ríkisstjórnarinnar við samtök eldri borgara. Hún felur í sér ákvarðanir og fyrirheit um lagabreytingar sem verulega munu bæta stöðu bótaþega almannatrygginganna. Óumdeilt hefur verið að staða eldri borgara hefur ekki verið í samræmi við réttmætar skuldbindingar samfélagsins við þá borgara sem með vinnu sinni og hugviti lögðu grunninn að þeirri hagsæld sem Íslendingar búa við í dag. Viðfangsefnið er engan veginn einfalt. Úrræðin eru að sama skapi fjölþætt. Þó að samkomulagið feli í sér sátt mun ugglaust ekki líða á löngu þar til ný úrlausnarefni blasa við á þessu sviði. Á þessari stundu er hitt þó mest um vert að einhugur ríkir um það sem fært þykir eins og sakir standa. Aðgerðirnar felast meðal annars í hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Segja má að það sé venju samkvæmt afleiða nýgerðra kjarasamninga. Óeðlilegt hefði verið að draga ákvörðun þar um á langinn. Önnur atriði fela í sér einföldun bótakerfisins og lækkun skerðinga vegna annarra tekna eða tekna maka. Þá er tekið upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Enn fremur er ráð fyrir því gert að starfslok verði sveigjanlegri. Þannig getur lífeyrir hækkað með frestun á töku hans. Samkomulagið felur einnig í sér að meiri áhersla verður lögð á heimaþjónustu við aldraða. Jafnframt geymir það fyrirheit um verulega aukna fjármuni til framkvæmda við öldrunarstofnanir og hjúkrunarrými. Með nokkrum rétti má segja að gildi samkomulagsins til lengri framtíðar sé annað og meira en ákvörðun um fleiri krónur í tiltekinn málaflokk. Um margt felur það í sér nýja stefnumörkun og kerfisbreytingu. Áhrif þeirra breytinga eru ef til vill mest um verð. Engum vafa er undirorpið að við öll tryggingakerfi af þessu tagi þarf að hafa í huga að þau letji ekki til atvinnuþátttöku. Því er það fagnaðarefni að með þessum breytingum er stefnt að því að kerfið örvi fremur en hitt þá sem hlut eiga að máli til eigin tekjuöflunar. Frítekjumark vegna atvinnutekna er þáttur í þessari kerfisbreytingu. Áform um sveigjanlegri starfslok þjóna sama tilgangi. Breytingar af þessu tagi eru ekki aðeins heilbrigðar heldur einnig réttlátar. Tekjutenging tryggingabóta hefur ávallt verið viðkvæm. Eins og þjóðfélagið hefur þróast helgast hún þó að ákveðnu marki bæði af réttlæti og nauðsyn. Fjármunina þarf að nota í þágu þeirra sem verst eru staddir. Tekjutengingin er leið til að afmarka þann hóp. Eigi að síður er það svo að um sumt hefur verið gengið of langt í því að tekjutengja bætur. Áformaðar breytingar í þeim efnum sýnast í því ljósi vera skynsamlegar. Af kögunarhóli almennra réttlætissjónarmiða hefur skerðing á bótum til öryrkja vegna tekna maka þeirra verið miklum tvímælum undirorpin svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þegar á heildina er litið hefði ríkisstjórnin gjarnan mátt ganga feti framar að því er þennan afmarkaða þátt varðar. Best væri að hann heyrði sem fyrst með öllu sögunni til. Úr því má bæta við meðferð málsins á þingi. Ákvarðanir sem þessar eru vitaskuld á ábyrgð ríkisstjórnar. Samkomulag þar um felur fyrst og fremst í sér að undirbúningur er vandaður og þeir hafa haft nokkuð um þau mál að segja sem eldurinn brennur heitast á. Það er gott verklag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun
Mála sannast er að ástæða er til að fagna niðurstöðu í viðræðum ríkisstjórnarinnar við samtök eldri borgara. Hún felur í sér ákvarðanir og fyrirheit um lagabreytingar sem verulega munu bæta stöðu bótaþega almannatrygginganna. Óumdeilt hefur verið að staða eldri borgara hefur ekki verið í samræmi við réttmætar skuldbindingar samfélagsins við þá borgara sem með vinnu sinni og hugviti lögðu grunninn að þeirri hagsæld sem Íslendingar búa við í dag. Viðfangsefnið er engan veginn einfalt. Úrræðin eru að sama skapi fjölþætt. Þó að samkomulagið feli í sér sátt mun ugglaust ekki líða á löngu þar til ný úrlausnarefni blasa við á þessu sviði. Á þessari stundu er hitt þó mest um vert að einhugur ríkir um það sem fært þykir eins og sakir standa. Aðgerðirnar felast meðal annars í hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Segja má að það sé venju samkvæmt afleiða nýgerðra kjarasamninga. Óeðlilegt hefði verið að draga ákvörðun þar um á langinn. Önnur atriði fela í sér einföldun bótakerfisins og lækkun skerðinga vegna annarra tekna eða tekna maka. Þá er tekið upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Enn fremur er ráð fyrir því gert að starfslok verði sveigjanlegri. Þannig getur lífeyrir hækkað með frestun á töku hans. Samkomulagið felur einnig í sér að meiri áhersla verður lögð á heimaþjónustu við aldraða. Jafnframt geymir það fyrirheit um verulega aukna fjármuni til framkvæmda við öldrunarstofnanir og hjúkrunarrými. Með nokkrum rétti má segja að gildi samkomulagsins til lengri framtíðar sé annað og meira en ákvörðun um fleiri krónur í tiltekinn málaflokk. Um margt felur það í sér nýja stefnumörkun og kerfisbreytingu. Áhrif þeirra breytinga eru ef til vill mest um verð. Engum vafa er undirorpið að við öll tryggingakerfi af þessu tagi þarf að hafa í huga að þau letji ekki til atvinnuþátttöku. Því er það fagnaðarefni að með þessum breytingum er stefnt að því að kerfið örvi fremur en hitt þá sem hlut eiga að máli til eigin tekjuöflunar. Frítekjumark vegna atvinnutekna er þáttur í þessari kerfisbreytingu. Áform um sveigjanlegri starfslok þjóna sama tilgangi. Breytingar af þessu tagi eru ekki aðeins heilbrigðar heldur einnig réttlátar. Tekjutenging tryggingabóta hefur ávallt verið viðkvæm. Eins og þjóðfélagið hefur þróast helgast hún þó að ákveðnu marki bæði af réttlæti og nauðsyn. Fjármunina þarf að nota í þágu þeirra sem verst eru staddir. Tekjutengingin er leið til að afmarka þann hóp. Eigi að síður er það svo að um sumt hefur verið gengið of langt í því að tekjutengja bætur. Áformaðar breytingar í þeim efnum sýnast í því ljósi vera skynsamlegar. Af kögunarhóli almennra réttlætissjónarmiða hefur skerðing á bótum til öryrkja vegna tekna maka þeirra verið miklum tvímælum undirorpin svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þegar á heildina er litið hefði ríkisstjórnin gjarnan mátt ganga feti framar að því er þennan afmarkaða þátt varðar. Best væri að hann heyrði sem fyrst með öllu sögunni til. Úr því má bæta við meðferð málsins á þingi. Ákvarðanir sem þessar eru vitaskuld á ábyrgð ríkisstjórnar. Samkomulag þar um felur fyrst og fremst í sér að undirbúningur er vandaður og þeir hafa haft nokkuð um þau mál að segja sem eldurinn brennur heitast á. Það er gott verklag.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun