Réttindi borgara og afbrotamanna 26. júlí 2006 10:58 Skipulagi lögreglunnar í landinu hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Lögregluumdæmum hefur verið fækkað. Að sama skapi ættu þau að verða öflugri og virkari í hvers kyns vörslu laga og réttar. Mestu munar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú breyting mun koma til framkvæmda um næstu áramót. Sams konar þróun og hagræðing í lögreglustarfsemi hefur átt sér stað í grannlöndunum. Skipulagsbreytingar einar og sér leiða að vísu ekki sjálfkrafa til öflugri starfsemi. Fremur má segja að þær opni ný tækifæri. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig gamlir og nýir stjórnendur nýta þá möguleika sem skipulagsbreytingarnar gefa. Þó að breytingar af þessu tagi sýnist sjálfsagðar vita þeir sem til þekkja að það er hreint ekki einfalt mál að koma þeim fram. Það framtak dómsmálaráðherra er því lofsvert. Starfsemi lögreglu og reyndar hvers kyns öryggisgæslu og almannavarna verður æ mikilvægari þáttur í samfélaginu. Það leiðir af breyttum háttum fólks. Miklu skiptir að þessi starfsemi þróist með umhverfinu. Hér er að ýmsu að hyggja. Tvennt má nefna í því sambandi: Í fyrsta lagi tæknina. Þessi starfsemi almannavaldsins verður að hafa aðstöðu til að nýta sér fullkomnustu tækni sem völ er á til þess að geta gegnt skyldum sínum sómasamlega á hverjum tíma. Þeir sem stunda skipulagða afbrotastarfsemi standa oft og einatt feti framar löggæslunni við hagnýtingu tækninnar. Það á ekki síst við um ört fullkomnari fjarskiptatækni. Hér þarf skarpari og víðtækari skilning á því að almannavaldið má ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Mikilvægari almannahagsmunir eru í húfi en svo að það megi gerast. Í því ljósi er óskiljanlegt að yfirvöld fjarskiptamála skuli láta Ríkislögregluna og Neyðarlínuna sækja mál af þessu tagi fyrir opinberum úrskurðaraðilum eins og nýlega hefur gerst. Hér þarf pólitíska forystu. Ennfremur má virða í þessu viðfangi nýleg viðbrögð við hugmyndum um sérstaka greiningardeild lögreglunnar. Laus skilningur á gildi þess að nýta tæknileg vinnubrögð af því tagi og alþjóðlegt samstarf getur orðið borgurunum dýrkeyptur. Í annan stað má nefna flóknara íhugunarefni sem lýtur að grundvallarmannréttindum. Þau ná eðli máls samkvæmt jafnt til afbrotamanna sem annarra. Hitt er svo annað mál, sem ekki er unnt að loka augunum fyrir, að margir þolendur afbrota með beinum eða óbeinum hætti skynja aðstæður á þann veg að réttindi þeirra víki í of ríkum mæli fyrir hagsmunum hinna sem virða lög og rétt að vettugi. Í þessu samhengi geta enn komið til álita möguleikar lögreglunnar til þess að nota fullkomnustu tækni. Aukheldur sjónarmið er lúta að afbrotalýsingum, sönnun, refsilengd, fullnustu refsinga og möguleikum á sviptingu frelsis áður en fullnaðardómur gengur. Þetta eru mál sem einkar mikill vandi er að fara með. Sennilega koma þau nú um stundir oftast upp í tengslum við fíkniefnabrot af ýmsu tagi. Staðreynd er að skipulögð glæpastarfsemi fer vaxandi. Við því þarf að bregðast. Trúlega má segja að réttarkerfið halli í sumum tilvikum fremur á hagsmuni almennra borgara en afbrotamanna. En þannig á það ekki að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Skipulagi lögreglunnar í landinu hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Lögregluumdæmum hefur verið fækkað. Að sama skapi ættu þau að verða öflugri og virkari í hvers kyns vörslu laga og réttar. Mestu munar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú breyting mun koma til framkvæmda um næstu áramót. Sams konar þróun og hagræðing í lögreglustarfsemi hefur átt sér stað í grannlöndunum. Skipulagsbreytingar einar og sér leiða að vísu ekki sjálfkrafa til öflugri starfsemi. Fremur má segja að þær opni ný tækifæri. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig gamlir og nýir stjórnendur nýta þá möguleika sem skipulagsbreytingarnar gefa. Þó að breytingar af þessu tagi sýnist sjálfsagðar vita þeir sem til þekkja að það er hreint ekki einfalt mál að koma þeim fram. Það framtak dómsmálaráðherra er því lofsvert. Starfsemi lögreglu og reyndar hvers kyns öryggisgæslu og almannavarna verður æ mikilvægari þáttur í samfélaginu. Það leiðir af breyttum háttum fólks. Miklu skiptir að þessi starfsemi þróist með umhverfinu. Hér er að ýmsu að hyggja. Tvennt má nefna í því sambandi: Í fyrsta lagi tæknina. Þessi starfsemi almannavaldsins verður að hafa aðstöðu til að nýta sér fullkomnustu tækni sem völ er á til þess að geta gegnt skyldum sínum sómasamlega á hverjum tíma. Þeir sem stunda skipulagða afbrotastarfsemi standa oft og einatt feti framar löggæslunni við hagnýtingu tækninnar. Það á ekki síst við um ört fullkomnari fjarskiptatækni. Hér þarf skarpari og víðtækari skilning á því að almannavaldið má ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Mikilvægari almannahagsmunir eru í húfi en svo að það megi gerast. Í því ljósi er óskiljanlegt að yfirvöld fjarskiptamála skuli láta Ríkislögregluna og Neyðarlínuna sækja mál af þessu tagi fyrir opinberum úrskurðaraðilum eins og nýlega hefur gerst. Hér þarf pólitíska forystu. Ennfremur má virða í þessu viðfangi nýleg viðbrögð við hugmyndum um sérstaka greiningardeild lögreglunnar. Laus skilningur á gildi þess að nýta tæknileg vinnubrögð af því tagi og alþjóðlegt samstarf getur orðið borgurunum dýrkeyptur. Í annan stað má nefna flóknara íhugunarefni sem lýtur að grundvallarmannréttindum. Þau ná eðli máls samkvæmt jafnt til afbrotamanna sem annarra. Hitt er svo annað mál, sem ekki er unnt að loka augunum fyrir, að margir þolendur afbrota með beinum eða óbeinum hætti skynja aðstæður á þann veg að réttindi þeirra víki í of ríkum mæli fyrir hagsmunum hinna sem virða lög og rétt að vettugi. Í þessu samhengi geta enn komið til álita möguleikar lögreglunnar til þess að nota fullkomnustu tækni. Aukheldur sjónarmið er lúta að afbrotalýsingum, sönnun, refsilengd, fullnustu refsinga og möguleikum á sviptingu frelsis áður en fullnaðardómur gengur. Þetta eru mál sem einkar mikill vandi er að fara með. Sennilega koma þau nú um stundir oftast upp í tengslum við fíkniefnabrot af ýmsu tagi. Staðreynd er að skipulögð glæpastarfsemi fer vaxandi. Við því þarf að bregðast. Trúlega má segja að réttarkerfið halli í sumum tilvikum fremur á hagsmuni almennra borgara en afbrotamanna. En þannig á það ekki að vera.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun