Enn eykst tapið hjá GM 26. júlí 2006 13:21 General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var. Mynd/Getty Images Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira