KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma 3. ágúst 2006 11:30 sameinast gegn fordómum Eldheitir stuðningsmenn Keflavíkur, Pumasveitin, bjó til þennan borða til að ítreka andúð sína á kynþáttahatri og flagga þeir borðanum á öllum leikjum sem þeir mæta á í sumar. MYND/jón örvar Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar. Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar.
Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira