Framsókn: Sami grautur í sömu skál Björgvin Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2006 14:59 Framsókn hafnaði kynslóðaskiptum við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrrverandi formanni eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í forustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandidat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið. Sif Friðleifsdóttir fékk 44% atkvæða. Hún sýndi mikið hugrekki með því að bjóða sig fram til formennsku og hún bauð þannig birginn foringjaræðinu í Framsókn. En hún var of sein. Hún hikaði þar til vika var eftir fram að flokksþingi. Að hika er sama og að tapa, segir máltækið. Sennilega hefði hún sigrað, ef hún hefði ákveðið sig fyrr, þ.e. áður en Halldór Ásgrímsson var búinn að binda rúman helming þingfulltrúa á Jón Sigurðsson. Þetta var síðasti greiðinn, sem fráfarandi formaður bað flokksmenn að gera sér, þ.e. að kjósa gamlan vin hans sem formann. Og það voru aðeins 44% sem stóðust það að gera fráfarandi formanni þennan greiða. Jón Sigurðsson er sjálfsagt ágætis maður. En hann verður fulltrúi þess Framsóknarflokks, sem Halldór Ásgrímsson mótaði. Það er flokkurinn, sem innsiglaði langvarandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og varpaði hugsjón samvinnu og jafnaðar fyrir róða. Sif Friðleifsdóttir gaf til kynna, að hún mundi innleiða gömlu jafnaðargildin á ný, ef hún yrði kosinn formaður. Ég hygg, að hún hefði fært Framsóknarflokkinn aðeins til vinstri, ef hún hefði komist til valda og var ekki vanþörf á. Hún hefði tekið upp róttækari stefnu en Halldór hafði mótað enda þótt hún væri varkár í tali fyrir flokksþingið og gætti þess að styggja ekki Halldór eða fylgismenn hans um of. Eins og við var að búast hylltu Framsóknarmenn sinn gamla formann á flokksþinginu. Í kveðjuræðu fráfarandi formanns vöktu mesta athygli ummæli hans um, að Bandaríkjunum væri ekki lengur treystandi í varnarmálunum. Bragð er að þá barnið finnur. Um leið og Halldór hættir virðist hann orðinn sammmála Samfylkingunni um, að Ísland eigi nú að halla sér að Evrópu í varnarmálum. Bandaríkin hafi brugðist. Hins vegar minntist Halldór ekkert á Íraksstríðið í kveðjuræðu sinni. Ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um að styðja innrásina í Írak er ljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra tvímenninganna. Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, baðst afsökunar á því að hafa lagt falsaðar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak fyrir Öryggisráð Sþ. Powell er maður að meiri eftir þá afsökunarbeiðni. Halldór hefur hins vegar ekki beðið íslensku þjóðina afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak. Hann segir aðeins, að sennilega hefði ákvörðun hans orðið önnur, ef réttar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak hefðu legið fyrir. ( Viðtal í Mbl.) Það er ekki nóg. Þessir menn skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Það voru miklar vonir bundnar við Halldór Ásgrímsson sem ungan stjórnmálamann áður en hann gekk í björg hjá íhaldinu. En íhaldsvistin breytti honum. Morgunblaðið segir að mesta afrek hans hafi verið að halda Framsókn svo lengi við völd sem raun ber vitni. Það er enginn vandi að halda flokki við völd í samsteypustjórn, ef hann slakar alltaf á stefnu sinni og samþykkir stefnu samstarfsflokksins. Það voru mikil mistök hjá Halldóri að framlengja samstarf við íhaldið eftir síðustu kosningar. Þar réði ferð hégómi um að fá stól forsætisráðherra um stutt skeið. Halldórs verður lengst minnst fyrir þátt hans í lögleiðingu kvótakerfisins svo og fyrir að beita sér fyrir Kárahnjúkavirkjun. Steingrímur Hermannsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að LÍU og Fiskiþing hafi beitt sér fyrir einhvers konar kvótakerfi og Halldór, sem sjávarútvegsráðherra, hafi lagt tillögur þar um fyrir alþingi. Það má því segja, að Halldór sé nokkurs konar faðir kvótakerfisins. En sjálfur kveðst Steingrímur hafa verið á móti þessu kerfi. Að sjálfsögðu hafa margir stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir kvótakerfið en mesta ábyrgð bera Framsókn og íhaldið í því efni. Þetta kerfi er eitthvað það ranglátasta, sem innleitt hefur verið hér á landi. Tiltölulega fáum útvöldum voru fengin yfirráð og nýting fiskauðlindarinnar án endurgjalds, en lögum samkvæmt er fiskurinn í sjónum sameign allar þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa síðan stöðugt braskað með auðlindina. Nýting hennar hefur gengið kaupum og sölum og þessir aðilar hafa grætt stórfé á braskinu, sumir hafa hagnast um marga milljarða. Gífurlegir fjármunir hafa flust til í þjóðfélaginu við þessi viðskipti og hinir fáu útvöldu hafa hagnast gífurlega. Þetta er mjög ranglátt kerfi, sem verður að afnema eða leiðrétta. Það er enginn heiður fyrir Halldór að vera guðfaðir þessa kerfis. Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðjan á Reyðarfirði munu verða lyftistöng fyrir atvinnulíf Austurlands. Margir Austfirðingar munu því þakklátir Halldóri fyrir forgöngu hans í því máli. En ágreiningur er mikill meðal þjóðarinnar um þessar framkvæmdir allar. Margir telja, að spjöll á náttúrunni séu of mikil og að atvinnuuppbyggingin eystra sé of dýru verði keypt. Athyglisvert er, að þau mál sem helst halda nafni Halldórs Ásgrímssonar á lofti, kvótakerfið og Kárahnjúkavirkjun (og Íraksstríðið) hafa ekkert með samvinnustefnu eða jöfnuð að gera enda hefur Framsókn undir forustu Halldórs snúið baki við stefnu samvinnu og jafnaðar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir, að kvótakerfið eigi stærsta þáttinn í aukinni misskiptingu og auknum ójöfnuði hjá þjóðinni. Í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðustu 11 árin hefur auðgildið verið tekið fram yfir manngildið og græðgisstefna hefur verið innleidd í samfélagið. Því miður er ekki að vænta neinnar stefnubreytingar hjá Framsókn með nýjum formanni. Þetta er sami grautur í sömu skál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Framsókn hafnaði kynslóðaskiptum við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrrverandi formanni eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í forustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandidat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið. Sif Friðleifsdóttir fékk 44% atkvæða. Hún sýndi mikið hugrekki með því að bjóða sig fram til formennsku og hún bauð þannig birginn foringjaræðinu í Framsókn. En hún var of sein. Hún hikaði þar til vika var eftir fram að flokksþingi. Að hika er sama og að tapa, segir máltækið. Sennilega hefði hún sigrað, ef hún hefði ákveðið sig fyrr, þ.e. áður en Halldór Ásgrímsson var búinn að binda rúman helming þingfulltrúa á Jón Sigurðsson. Þetta var síðasti greiðinn, sem fráfarandi formaður bað flokksmenn að gera sér, þ.e. að kjósa gamlan vin hans sem formann. Og það voru aðeins 44% sem stóðust það að gera fráfarandi formanni þennan greiða. Jón Sigurðsson er sjálfsagt ágætis maður. En hann verður fulltrúi þess Framsóknarflokks, sem Halldór Ásgrímsson mótaði. Það er flokkurinn, sem innsiglaði langvarandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og varpaði hugsjón samvinnu og jafnaðar fyrir róða. Sif Friðleifsdóttir gaf til kynna, að hún mundi innleiða gömlu jafnaðargildin á ný, ef hún yrði kosinn formaður. Ég hygg, að hún hefði fært Framsóknarflokkinn aðeins til vinstri, ef hún hefði komist til valda og var ekki vanþörf á. Hún hefði tekið upp róttækari stefnu en Halldór hafði mótað enda þótt hún væri varkár í tali fyrir flokksþingið og gætti þess að styggja ekki Halldór eða fylgismenn hans um of. Eins og við var að búast hylltu Framsóknarmenn sinn gamla formann á flokksþinginu. Í kveðjuræðu fráfarandi formanns vöktu mesta athygli ummæli hans um, að Bandaríkjunum væri ekki lengur treystandi í varnarmálunum. Bragð er að þá barnið finnur. Um leið og Halldór hættir virðist hann orðinn sammmála Samfylkingunni um, að Ísland eigi nú að halla sér að Evrópu í varnarmálum. Bandaríkin hafi brugðist. Hins vegar minntist Halldór ekkert á Íraksstríðið í kveðjuræðu sinni. Ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um að styðja innrásina í Írak er ljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra tvímenninganna. Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, baðst afsökunar á því að hafa lagt falsaðar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak fyrir Öryggisráð Sþ. Powell er maður að meiri eftir þá afsökunarbeiðni. Halldór hefur hins vegar ekki beðið íslensku þjóðina afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak. Hann segir aðeins, að sennilega hefði ákvörðun hans orðið önnur, ef réttar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak hefðu legið fyrir. ( Viðtal í Mbl.) Það er ekki nóg. Þessir menn skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Það voru miklar vonir bundnar við Halldór Ásgrímsson sem ungan stjórnmálamann áður en hann gekk í björg hjá íhaldinu. En íhaldsvistin breytti honum. Morgunblaðið segir að mesta afrek hans hafi verið að halda Framsókn svo lengi við völd sem raun ber vitni. Það er enginn vandi að halda flokki við völd í samsteypustjórn, ef hann slakar alltaf á stefnu sinni og samþykkir stefnu samstarfsflokksins. Það voru mikil mistök hjá Halldóri að framlengja samstarf við íhaldið eftir síðustu kosningar. Þar réði ferð hégómi um að fá stól forsætisráðherra um stutt skeið. Halldórs verður lengst minnst fyrir þátt hans í lögleiðingu kvótakerfisins svo og fyrir að beita sér fyrir Kárahnjúkavirkjun. Steingrímur Hermannsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að LÍU og Fiskiþing hafi beitt sér fyrir einhvers konar kvótakerfi og Halldór, sem sjávarútvegsráðherra, hafi lagt tillögur þar um fyrir alþingi. Það má því segja, að Halldór sé nokkurs konar faðir kvótakerfisins. En sjálfur kveðst Steingrímur hafa verið á móti þessu kerfi. Að sjálfsögðu hafa margir stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir kvótakerfið en mesta ábyrgð bera Framsókn og íhaldið í því efni. Þetta kerfi er eitthvað það ranglátasta, sem innleitt hefur verið hér á landi. Tiltölulega fáum útvöldum voru fengin yfirráð og nýting fiskauðlindarinnar án endurgjalds, en lögum samkvæmt er fiskurinn í sjónum sameign allar þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa síðan stöðugt braskað með auðlindina. Nýting hennar hefur gengið kaupum og sölum og þessir aðilar hafa grætt stórfé á braskinu, sumir hafa hagnast um marga milljarða. Gífurlegir fjármunir hafa flust til í þjóðfélaginu við þessi viðskipti og hinir fáu útvöldu hafa hagnast gífurlega. Þetta er mjög ranglátt kerfi, sem verður að afnema eða leiðrétta. Það er enginn heiður fyrir Halldór að vera guðfaðir þessa kerfis. Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðjan á Reyðarfirði munu verða lyftistöng fyrir atvinnulíf Austurlands. Margir Austfirðingar munu því þakklátir Halldóri fyrir forgöngu hans í því máli. En ágreiningur er mikill meðal þjóðarinnar um þessar framkvæmdir allar. Margir telja, að spjöll á náttúrunni séu of mikil og að atvinnuuppbyggingin eystra sé of dýru verði keypt. Athyglisvert er, að þau mál sem helst halda nafni Halldórs Ásgrímssonar á lofti, kvótakerfið og Kárahnjúkavirkjun (og Íraksstríðið) hafa ekkert með samvinnustefnu eða jöfnuð að gera enda hefur Framsókn undir forustu Halldórs snúið baki við stefnu samvinnu og jafnaðar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir, að kvótakerfið eigi stærsta þáttinn í aukinni misskiptingu og auknum ójöfnuði hjá þjóðinni. Í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðustu 11 árin hefur auðgildið verið tekið fram yfir manngildið og græðgisstefna hefur verið innleidd í samfélagið. Því miður er ekki að vænta neinnar stefnubreytingar hjá Framsókn með nýjum formanni. Þetta er sami grautur í sömu skál.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun