Stokkhólmsslagurinn leystist upp 30. ágúst 2006 00:01 Áhorfendur hlupu margir inn á völlinn eins og þessi. Flauta varð leikinn af vegna þessa. fréttablaðið/scanpix Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira