Heimsóknarbann: Austurríska leiðin 6. september 2006 06:00 Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar