Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól 7. september 2006 07:30 Blöðin seld í Vínarborg Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. MYND/AP Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“ Erlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“
Erlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira