Við þurfum að taka afstöðu 11. september 2006 00:01 Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum ellefta september 2001 var það flestra tilfinning að heimurinn yrði ekki samur á eftir. Hálfum áratug síðar er það viðvarandi veruleiki en ekki bara tilfinning. Mála sannast er að heimurinn býr við meira óöryggi en áður. Spenna milli menningarheima hefur aukist. Atburðir eins dags í tveimur stórborgum Bandaríkjanna hafa þannig snert allar þjóðir. Glæpurinn var tvöfaldur í þeim skilningi að hann var framinn í nafni trúarbragða. Sagan geymir margan hörmungarlærdóm um misnotkun trúarbragða í pólitískum tilgangi. Að því leyti gerðist ekkert nýtt. Viðbrögðin hafa skiljanlega verið þverstæðukennd. Þannig hafa þau bæði vakið upp aukna tortryggni í garð islamstrúarmanna og jafnframt eflt umræðu um að þeim þurfi að sýna meiri skilning í samfélagi þjóðanna. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur með ótrúlegum hætti tekist að snúa samúð þjóðanna yfir í vantrú á getu þeirra til þess að rísa undir því hlutverki að vera fylkingarbrjóst lýðræðisþjóða. Mistökin með Íraksstríðið ráða ugglaust mestu þar um. Hér heima hjá okkur verður tæpast sagt að þessi ógnardagur hafi haft bein áhrif á daglegt líf. Trúarbragðasambúð er til að mynda ekki vandamál. Það er helst að við finnum fyrir afleiðingunum í auknu öryggiseftirliti í flughöfnum. Þetta þýðir þó ekki að við séum einhvers konar eyland í eftirleik þessa ógnardags. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að taka afstöðu. Í fyrsta lagi þurfum við bæði á heimavígstöðvum og í samfélagi þjóðanna að halda fast í grundvallargildi lýðræðis, tjáningarfrelsis og jafnréttis. Það er misskilningur að eftirgjöf í þeim efnum geti hjálpað til við að draga úr spennu milli ólíkra menningarheima eða trúarbragða. Í annan stað þurfum við rétt eins og aðrar þjóðir að ræða málefnalega og af yfirvegun hvernig við mætum nýjum ógnum eins og hryðjuverkum. Þar mun alþjóðlegt lögreglusamstarf skipta sköpum. En að sama skapi getum við ekki lokað augunum fyrir því að löggæslan þarf að vera í stakk búin til þess að geta sjálfstætt og upp á eigin spýtur tekið þátt í erlendu samstarfi og unnið á heimavettvangi að þess háttar viðfangsefnum. Slík nútímavæðing löggæslunnar lýtur reyndar einnig að baráttunni gegn eiturlyfjaglæpum og mansali. Hryðjuverk eru ögrun við frið og öryggi óbreyttra borgara. Þau eru ógnun við lýðræðið. Það er því ekki við hæfi að mæta þessum breyttu aðstæðum með kæruleysi eða pólitísku flissi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum ellefta september 2001 var það flestra tilfinning að heimurinn yrði ekki samur á eftir. Hálfum áratug síðar er það viðvarandi veruleiki en ekki bara tilfinning. Mála sannast er að heimurinn býr við meira óöryggi en áður. Spenna milli menningarheima hefur aukist. Atburðir eins dags í tveimur stórborgum Bandaríkjanna hafa þannig snert allar þjóðir. Glæpurinn var tvöfaldur í þeim skilningi að hann var framinn í nafni trúarbragða. Sagan geymir margan hörmungarlærdóm um misnotkun trúarbragða í pólitískum tilgangi. Að því leyti gerðist ekkert nýtt. Viðbrögðin hafa skiljanlega verið þverstæðukennd. Þannig hafa þau bæði vakið upp aukna tortryggni í garð islamstrúarmanna og jafnframt eflt umræðu um að þeim þurfi að sýna meiri skilning í samfélagi þjóðanna. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur með ótrúlegum hætti tekist að snúa samúð þjóðanna yfir í vantrú á getu þeirra til þess að rísa undir því hlutverki að vera fylkingarbrjóst lýðræðisþjóða. Mistökin með Íraksstríðið ráða ugglaust mestu þar um. Hér heima hjá okkur verður tæpast sagt að þessi ógnardagur hafi haft bein áhrif á daglegt líf. Trúarbragðasambúð er til að mynda ekki vandamál. Það er helst að við finnum fyrir afleiðingunum í auknu öryggiseftirliti í flughöfnum. Þetta þýðir þó ekki að við séum einhvers konar eyland í eftirleik þessa ógnardags. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að taka afstöðu. Í fyrsta lagi þurfum við bæði á heimavígstöðvum og í samfélagi þjóðanna að halda fast í grundvallargildi lýðræðis, tjáningarfrelsis og jafnréttis. Það er misskilningur að eftirgjöf í þeim efnum geti hjálpað til við að draga úr spennu milli ólíkra menningarheima eða trúarbragða. Í annan stað þurfum við rétt eins og aðrar þjóðir að ræða málefnalega og af yfirvegun hvernig við mætum nýjum ógnum eins og hryðjuverkum. Þar mun alþjóðlegt lögreglusamstarf skipta sköpum. En að sama skapi getum við ekki lokað augunum fyrir því að löggæslan þarf að vera í stakk búin til þess að geta sjálfstætt og upp á eigin spýtur tekið þátt í erlendu samstarfi og unnið á heimavettvangi að þess háttar viðfangsefnum. Slík nútímavæðing löggæslunnar lýtur reyndar einnig að baráttunni gegn eiturlyfjaglæpum og mansali. Hryðjuverk eru ögrun við frið og öryggi óbreyttra borgara. Þau eru ógnun við lýðræðið. Það er því ekki við hæfi að mæta þessum breyttu aðstæðum með kæruleysi eða pólitísku flissi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun