Frelsi í stað ríkisafskipta 18. september 2006 04:30 Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun