Frelsi í stað ríkisafskipta 18. september 2006 04:30 Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar