Dýraníð og lögin 20. september 2006 06:00 Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar