Gagnkvæm virðing, jafnræði og breytilegt samfélag 20. september 2006 06:00 Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar