Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið 23. september 2006 07:45 Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira