Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið 24. september 2006 10:15 Fyrrum félagar berjast. Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira