Hilmar Örn áfram í Skálholti! 24. september 2006 05:00 Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun