Evrópuliðið vann þriðja árið í röð 25. september 2006 05:30 Fyrirliðinn fær gusu. Hér er verið að sprauta kampavíni yfir Ian Woosnam, fyrirliða Evrópuliðsins, eftir að sigurinn var í höfn. Lið Evrópu vann Ryder keppnina með miklum yfirburðum á K Club á Írlandi í gær en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa fagnar sigri og er það met. Þá er þetta fimmti sigur Evrópu í síðustu sex Ryder keppnum. Evrópa hlaut átján vinninga gegn níu og hálfum vinningi bandaríska liðsins en það eru sömu úrslit og í keppninni í Michigan í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Evrópa hafði mikla yfirburði í tvímenningnum sem fram fór í gær og sigraði átta af tólf leikjum. Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson sem tryggði Evrópu sigurinn með því að sigra JJ Taylor. Darren Clarke frá Norður-Írlandi brast í grát þegar sigurinn var í höfn en hann missti eiginkonu sína í síðasta mánuði er hún lést úr krabbameini. „Þetta getur ekki verið betra. Það hefur gert mér mjög gott að fá að vera hluti af þessu frábæra liði. Ég hef eignast margar frábærar minningar. Það var erfitt að setja sig í rétta gírinn fyrir þetta mót en það tókst,“ sagði Clarke en mikið var talað um góða liðsheild hjá Evrópuliðinu meðan á keppni stóð. „Ian Woosnam er frábær fyrirliði liðsins, hann hefur sýnt mér og öllu liðinu frábæran stuðning.“ woods faðmar Clarke Darren Clarke átti erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum og fær hér faðmlag frá Tiger Woods. Clarke missti eiginkonu sína og Woods pabba sinn fyrr í sumar og hafa þeir sótt mikið í félagsskap hvors annars síðustu vikur.nordicphotos/AFP Woosnam átti varla til orð til að lýsa kylfingum Evrópuliðsins. „Þetta var hreint út sagt frábær spilamennska og ég get ekki lýst því hvað ég er stoltur. Þrátt fyrir þessa spilamennsku hugsaði ég aldrei út í það að við værum búnir að sigra. Mér leið samt mjög vel þegar ég tók eftir því að blái liturinn var allsráðandi á öllum skortöflum vallarins. Ég vona að Nick Faldo nái að landa fjórða titlinum í röð eftir tvö ár,“ sagði Woosnam en Nick Faldo frá Englandi tekur nú við fyrirliðahlutverkinu. Tom Lehman, fyrirliði bandaríska liðsins, segir það enga skömm að hafa tapað fyrir evrópska liðinu. „Ég held að þetta sér besta lið sem Evrópa hefur átt frá upphafi. Þeir spiluðu ótrúlega vel og mitt lið var einfaldlega ekki tilbúið, okkur var refsað fyrir öll mistök. Áhorfendur sýndu Evrópuliðinu mikinn stuðning og það hafði sitt að segja,“ sagði Lehman eftir mótið. Furðulegt atvik átti sér stað í gær þegar kylfusveinn Tiger Woods, Steve Williams, missti eina kylfu ofan í vatn við sjöundu holu meðan hann var að þrífa hana. Það var níu járnið sem Williams missti og samkvæmt reglum má ekki skipta um kylfur. Því þurfti Tiger Woods að leika án níujárnsins stóran hluta af gærdeginum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að sigra Robert Karlsson. Golf Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Lið Evrópu vann Ryder keppnina með miklum yfirburðum á K Club á Írlandi í gær en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa fagnar sigri og er það met. Þá er þetta fimmti sigur Evrópu í síðustu sex Ryder keppnum. Evrópa hlaut átján vinninga gegn níu og hálfum vinningi bandaríska liðsins en það eru sömu úrslit og í keppninni í Michigan í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Evrópa hafði mikla yfirburði í tvímenningnum sem fram fór í gær og sigraði átta af tólf leikjum. Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson sem tryggði Evrópu sigurinn með því að sigra JJ Taylor. Darren Clarke frá Norður-Írlandi brast í grát þegar sigurinn var í höfn en hann missti eiginkonu sína í síðasta mánuði er hún lést úr krabbameini. „Þetta getur ekki verið betra. Það hefur gert mér mjög gott að fá að vera hluti af þessu frábæra liði. Ég hef eignast margar frábærar minningar. Það var erfitt að setja sig í rétta gírinn fyrir þetta mót en það tókst,“ sagði Clarke en mikið var talað um góða liðsheild hjá Evrópuliðinu meðan á keppni stóð. „Ian Woosnam er frábær fyrirliði liðsins, hann hefur sýnt mér og öllu liðinu frábæran stuðning.“ woods faðmar Clarke Darren Clarke átti erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum og fær hér faðmlag frá Tiger Woods. Clarke missti eiginkonu sína og Woods pabba sinn fyrr í sumar og hafa þeir sótt mikið í félagsskap hvors annars síðustu vikur.nordicphotos/AFP Woosnam átti varla til orð til að lýsa kylfingum Evrópuliðsins. „Þetta var hreint út sagt frábær spilamennska og ég get ekki lýst því hvað ég er stoltur. Þrátt fyrir þessa spilamennsku hugsaði ég aldrei út í það að við værum búnir að sigra. Mér leið samt mjög vel þegar ég tók eftir því að blái liturinn var allsráðandi á öllum skortöflum vallarins. Ég vona að Nick Faldo nái að landa fjórða titlinum í röð eftir tvö ár,“ sagði Woosnam en Nick Faldo frá Englandi tekur nú við fyrirliðahlutverkinu. Tom Lehman, fyrirliði bandaríska liðsins, segir það enga skömm að hafa tapað fyrir evrópska liðinu. „Ég held að þetta sér besta lið sem Evrópa hefur átt frá upphafi. Þeir spiluðu ótrúlega vel og mitt lið var einfaldlega ekki tilbúið, okkur var refsað fyrir öll mistök. Áhorfendur sýndu Evrópuliðinu mikinn stuðning og það hafði sitt að segja,“ sagði Lehman eftir mótið. Furðulegt atvik átti sér stað í gær þegar kylfusveinn Tiger Woods, Steve Williams, missti eina kylfu ofan í vatn við sjöundu holu meðan hann var að þrífa hana. Það var níu járnið sem Williams missti og samkvæmt reglum má ekki skipta um kylfur. Því þurfti Tiger Woods að leika án níujárnsins stóran hluta af gærdeginum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að sigra Robert Karlsson.
Golf Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira