Örkin hans Ómars 2. október 2006 06:00 Allt í einu var Ómar orðinn hættulegur af því hann sýndi þjóðinni landið sem átti að sökkva. Hann var skammaður fyrir að sýna fólki fegurðina. Einhvern veginn þannig hljómaði Andri Snær á Austurvelli kvöldið fallega þegar fólk fyllti bæinn fyrir Hjalladal og Ómar Ragnarsson. Við vorum kannski ekki öll jafn sannfærð og hann um að enn mætti hætta við fyllingu Hálslóns en okkur langaði til að sýna honum stuðning og sýna ráðamönnum að ekki væru allir alveg sammála þeim. Í sjónvarpsfréttum kvöldsins hafði talsmaður framkvæmdanna stigið fram, sármóðgaður yfir hugmyndum Ómars um að hætta við virkjunina, leyfa stíflunni að standa án lóns og finna rafmagn annars staðar. Kannski óþarfa viðkvæmni hjá manni sem búinn er að breyta heilum landshluta. Tæknikratarnir virðast öllu viðkvæmari en verk þeirra. Í framhaldi af því má endursegja gamansögu sem Ómar lét flakka á Austurvelli: Hann bað Landsvirkjun um leyfi til að keyra á jeppa að bátnum góða sem lá á sandmel rétt innan stíflu. Allt svæðið um kring var stórspillt af stórvirkum vinnuvélum og gröfum verktakans. Samt sá Landsvirkjunarmaður ástæðu til að minna Ómar á að með þessu myndi hann brjóta lög um akstur utan þjóðvega. Samkoman á Austurvelli var nokkuð mögnuð. Ómar talaði eins og eldprestur, fullur af sannfæringu og fítonskrafti. Maður var næstum farinn að trúa því að hugmynd hans um lónleysi væru raunhæf. Því næst talaði beittur prestur og síðan Andri Snær. Ég man ekki til þess að rithöfundur hafi talað á útifundi frá því ég sá HKL halda ræðu á 1. maí 1938. Andri var ekki síðri. Samt komst hann ekki í fréttirnar. Og þótti mér leitt að sjá. 12.000 manna fundurinn var ekki einu sinni fyrsta frétt í tíufréttum Sjónvarps. Þar fékk Björn Bjarnason að standa fremstur og fara með sína Öryggismálaþulu sem við kunnum flest utan að. („Verður þú nú varnarmálaráðherra?" spurði brosandi fréttakona. „Nei, ætli ég verði ekki bara áfram sjálfsvarnarmálaráðherra" svaraði BB. Djók.) Og kvöldið eftir mistókst sjónvarpsmönnum alveg að skila þjóðinni heitustu punktunum í ræðu Ómars og hvergi sást Andri Snær. Þá sjaldan maður er viðstaddur fréttaviðburð sér maður vel hversu íslenskir fjölmiðlar eru miklir amatörar. Þeir ná þó að hanga í skottinu á Ómari sem daginn eftir Austurvöll var mættur upp að Kárahnjúkum (!) og byrjaður að græja bátinn góða. Kastljós náði tali af honum. Það tal var nákvæmlega 55 sekúndur að lengd. Áhorfendur voru rétt að átta sig á stórkostlegri hugmynd þegar skipt var yfir í myndver, á fiðluleikarann snjalla sem var að eignast Stradivarius fiðlu: Spjall og spil upp á fjóra og hálfa mínútu. Jæja. Þeir lofuðu meiru af Ómari daginn eftir. Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda. Hún er myndlist: Örkin vaggar á síhækkandi lóni og tekur myndir jafnóðum, af landslagi sem hverfur, landslagi sem myndast. Vonandi tekst vel til. Þetta er hugmynd sem vísar allt aftur í Nóa gamla og jafn langt fram fyrir sig. Og því meira sem maður hugsar um hana áttar maður sig á því að þessi hugmynd er í raun stærri en stíflan sjálf. Hún fer langt með að réttlæta Kárahnjúkastíflu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Allt í einu var Ómar orðinn hættulegur af því hann sýndi þjóðinni landið sem átti að sökkva. Hann var skammaður fyrir að sýna fólki fegurðina. Einhvern veginn þannig hljómaði Andri Snær á Austurvelli kvöldið fallega þegar fólk fyllti bæinn fyrir Hjalladal og Ómar Ragnarsson. Við vorum kannski ekki öll jafn sannfærð og hann um að enn mætti hætta við fyllingu Hálslóns en okkur langaði til að sýna honum stuðning og sýna ráðamönnum að ekki væru allir alveg sammála þeim. Í sjónvarpsfréttum kvöldsins hafði talsmaður framkvæmdanna stigið fram, sármóðgaður yfir hugmyndum Ómars um að hætta við virkjunina, leyfa stíflunni að standa án lóns og finna rafmagn annars staðar. Kannski óþarfa viðkvæmni hjá manni sem búinn er að breyta heilum landshluta. Tæknikratarnir virðast öllu viðkvæmari en verk þeirra. Í framhaldi af því má endursegja gamansögu sem Ómar lét flakka á Austurvelli: Hann bað Landsvirkjun um leyfi til að keyra á jeppa að bátnum góða sem lá á sandmel rétt innan stíflu. Allt svæðið um kring var stórspillt af stórvirkum vinnuvélum og gröfum verktakans. Samt sá Landsvirkjunarmaður ástæðu til að minna Ómar á að með þessu myndi hann brjóta lög um akstur utan þjóðvega. Samkoman á Austurvelli var nokkuð mögnuð. Ómar talaði eins og eldprestur, fullur af sannfæringu og fítonskrafti. Maður var næstum farinn að trúa því að hugmynd hans um lónleysi væru raunhæf. Því næst talaði beittur prestur og síðan Andri Snær. Ég man ekki til þess að rithöfundur hafi talað á útifundi frá því ég sá HKL halda ræðu á 1. maí 1938. Andri var ekki síðri. Samt komst hann ekki í fréttirnar. Og þótti mér leitt að sjá. 12.000 manna fundurinn var ekki einu sinni fyrsta frétt í tíufréttum Sjónvarps. Þar fékk Björn Bjarnason að standa fremstur og fara með sína Öryggismálaþulu sem við kunnum flest utan að. („Verður þú nú varnarmálaráðherra?" spurði brosandi fréttakona. „Nei, ætli ég verði ekki bara áfram sjálfsvarnarmálaráðherra" svaraði BB. Djók.) Og kvöldið eftir mistókst sjónvarpsmönnum alveg að skila þjóðinni heitustu punktunum í ræðu Ómars og hvergi sást Andri Snær. Þá sjaldan maður er viðstaddur fréttaviðburð sér maður vel hversu íslenskir fjölmiðlar eru miklir amatörar. Þeir ná þó að hanga í skottinu á Ómari sem daginn eftir Austurvöll var mættur upp að Kárahnjúkum (!) og byrjaður að græja bátinn góða. Kastljós náði tali af honum. Það tal var nákvæmlega 55 sekúndur að lengd. Áhorfendur voru rétt að átta sig á stórkostlegri hugmynd þegar skipt var yfir í myndver, á fiðluleikarann snjalla sem var að eignast Stradivarius fiðlu: Spjall og spil upp á fjóra og hálfa mínútu. Jæja. Þeir lofuðu meiru af Ómari daginn eftir. Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda. Hún er myndlist: Örkin vaggar á síhækkandi lóni og tekur myndir jafnóðum, af landslagi sem hverfur, landslagi sem myndast. Vonandi tekst vel til. Þetta er hugmynd sem vísar allt aftur í Nóa gamla og jafn langt fram fyrir sig. Og því meira sem maður hugsar um hana áttar maður sig á því að þessi hugmynd er í raun stærri en stíflan sjálf. Hún fer langt með að réttlæta Kárahnjúkastíflu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun