Deilur um hersetuna hömluðu framþróun 3. október 2006 07:00 Ólafur ragnar grímsson Forseti Íslands sagði deilurnar um hersetuna hafa hamlað framþróun Íslands. MYND/GVA stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma. Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma.
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira