Fjarðarárvirkjun fyrirmynd 9. október 2006 18:00 Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar