Fjarðarárvirkjun fyrirmynd 9. október 2006 18:00 Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun