Nauðsynlegt að traust ríki 12. október 2006 00:01 Nú er unnið að stofnun sérstakrar deildar hjá Ríkislögreglustjóra til að rannsaka hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Margir hafa velt fyrir sér umfangi starfsemi þessarar deildar og talað um stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Á síðustu vikum hefur umræða um eftirgrennslana- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglu lifnað við í kjölfar birtingar greinar prófessors Þórs Whitehead um málið í tímaritinu Þjóðmálum. Fullvissa Jóns Baldvins Hannibalssonar um að sími hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraður svo seint sem árið 1993 er enn einn vinkill í málinu og vekur raunar furðu. Ljóst er að þjóðin á heimtingu á greinargóðum upplýsingum um umfang starfsemi sem kenna má við leyniþjónustu. Þeir sem þessi starfsemi hefur beinst að hljóta að krefjast þess að fá upplýsingar um hvaða upplýsingum kann að hafa verið safnað, hverjir tóku við þeim og hvað var gert með þær. Vissulega má taka undir með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra að affarasælla sé að horfa fram á veginn en um öxl. Sömuleiðis er ljóst að kalda stríðinu er lokið og kemur vonandi aldrei aftur. Hitt er annað mál að til að sátt og traust geti ríkt um starfsemi deildar hjá Ríkislögreglustjóra sem fer með rannsóknir sem flokka má sem leyniþjónustustarfsemi verða upplýsingar um hleranir og njósnir á árum kalda stríðsins að koma upp á yfirborðið. Hvert var umfang þessarar starfsemi? Hver stóð fyrir henni? Hver tók ákvörðun um það með hverjum var fylgst? Hver tók við upplýsingunum? Hvað var gert við þær? Hvenær lauk þessari upplýsingasöfnun eða er henni hugsanlega ekki lokið? Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur bent á þá leið sem farin hefur verið í Noregi. Þar var ákveðið að rannsaka ofan í kjölinn þá njósnastarfsemi sem fram hafði farið á árum kalda stríðsins. Komist var að þeirri niðurstöðu að gróf mannréttindabrot hefðu átt sér stað og að menn hefðu orðið fyrir óréttmætri innrás í einkalíf sitt. Niðurstaðan var sú að þeir sem fylgst hafði verið með fengu upplýsingar um gögnin sem safnað hafði verið og greiddar voru skaðabætur vegna þessa. Nú er því ekki haldið fram hér að fylgst hafi verið með íslenskum borgurum á sama hátt og gert var í Noregi en það er yfirvalda dómsmála í landinu að sýna fram á að svo hafi ekki verið. Í mörgum Evrópulöndum hefur ólögleg njósnastarfsemi komið upp á yfirborðið og ekki ástæða til annars en að ætla að eitthvað í þá veru hafi einnig átt sér stað hér á landi. Áður en upplýst hefur verið um það getur þjóðin ekki treyst þeirri deild innan lögreglunnar sem á að fara með rannsóknir sem eiga skylt við leyniþjónustustarfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Nú er unnið að stofnun sérstakrar deildar hjá Ríkislögreglustjóra til að rannsaka hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Margir hafa velt fyrir sér umfangi starfsemi þessarar deildar og talað um stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Á síðustu vikum hefur umræða um eftirgrennslana- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglu lifnað við í kjölfar birtingar greinar prófessors Þórs Whitehead um málið í tímaritinu Þjóðmálum. Fullvissa Jóns Baldvins Hannibalssonar um að sími hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraður svo seint sem árið 1993 er enn einn vinkill í málinu og vekur raunar furðu. Ljóst er að þjóðin á heimtingu á greinargóðum upplýsingum um umfang starfsemi sem kenna má við leyniþjónustu. Þeir sem þessi starfsemi hefur beinst að hljóta að krefjast þess að fá upplýsingar um hvaða upplýsingum kann að hafa verið safnað, hverjir tóku við þeim og hvað var gert með þær. Vissulega má taka undir með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra að affarasælla sé að horfa fram á veginn en um öxl. Sömuleiðis er ljóst að kalda stríðinu er lokið og kemur vonandi aldrei aftur. Hitt er annað mál að til að sátt og traust geti ríkt um starfsemi deildar hjá Ríkislögreglustjóra sem fer með rannsóknir sem flokka má sem leyniþjónustustarfsemi verða upplýsingar um hleranir og njósnir á árum kalda stríðsins að koma upp á yfirborðið. Hvert var umfang þessarar starfsemi? Hver stóð fyrir henni? Hver tók ákvörðun um það með hverjum var fylgst? Hver tók við upplýsingunum? Hvað var gert við þær? Hvenær lauk þessari upplýsingasöfnun eða er henni hugsanlega ekki lokið? Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur bent á þá leið sem farin hefur verið í Noregi. Þar var ákveðið að rannsaka ofan í kjölinn þá njósnastarfsemi sem fram hafði farið á árum kalda stríðsins. Komist var að þeirri niðurstöðu að gróf mannréttindabrot hefðu átt sér stað og að menn hefðu orðið fyrir óréttmætri innrás í einkalíf sitt. Niðurstaðan var sú að þeir sem fylgst hafði verið með fengu upplýsingar um gögnin sem safnað hafði verið og greiddar voru skaðabætur vegna þessa. Nú er því ekki haldið fram hér að fylgst hafi verið með íslenskum borgurum á sama hátt og gert var í Noregi en það er yfirvalda dómsmála í landinu að sýna fram á að svo hafi ekki verið. Í mörgum Evrópulöndum hefur ólögleg njósnastarfsemi komið upp á yfirborðið og ekki ástæða til annars en að ætla að eitthvað í þá veru hafi einnig átt sér stað hér á landi. Áður en upplýst hefur verið um það getur þjóðin ekki treyst þeirri deild innan lögreglunnar sem á að fara með rannsóknir sem eiga skylt við leyniþjónustustarfsemi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun