Telur andstöðuna vera mótsagnakennda 19. október 2006 06:45 Einar k. Guðfinnsson Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið sjávarútvegsráðherra á óvart. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira