Telur andstöðuna vera mótsagnakennda 19. október 2006 06:45 Einar k. Guðfinnsson Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið sjávarútvegsráðherra á óvart. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn. Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn.
Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira