Sakaruppgjöf? 20. október 2006 06:00 Upplýsingar tveggja virtra sagnfræðinga um eftirgrennslan stjórnvalda um athafnir erlendra ríkja og einstaklinga vegna atburða í andrúmslofti kalda stríðsins hafa eðli máls samkvæmt vakið upp mikla umræðu. Að sama skapi hafa fullyrðingar fyrrverandi utanríkisráðherra um hlerun á símtölum hans vakið athygli. Þessir atburðir hafa leitt til tveggja ólíkra rannsókna. Annars vegar er um að ræða athugun sérfræðinga á opinberum gögnum. Sú athugun var samhljóða ákveðin af Alþingi. Líta verður svo á að þar sé réttilega að málum staðið. Afar mikilvægt er að öll gögn þar að lútandi verði opinber. Vel má vera að sérfræðingarannsókn þessi leiði eitthvað það í ljós sem eðlilegt væri að rannsaka með öðrum hætti. Rétt hlýtur að vera að taka afstöðu til þess ef tilefni gefst til. Að svo stöddu sýnist það mál vera í eðlilegum farvegi. Sama má segja um lögreglurannsókn sem ríkissaksóknari mælti fyrir um vegna umræðu um hlerun á síma fyrrverandi utanríkisráðherra. Mikilvægt er að slík rannsókn fari fram að hætti opinberra mála. Þar með er tryggt að ýtrustu rannsóknarheimildir séu til staðar og vitnaskylda. Engin önnur leið er til að taka á máli af þessu tagi. Fram hafa verið settar hugmyndir um að veita með lögum fyrirfram almenna sakaruppgjöf vegna þessara mála allra. Röksemdin mun vera sú að slíkur háttur myndi auðvelda upplýsingaöflun. Ekki verður séð á þessu stigi að rök standi til að veita sakaruppgjöf af þessu tagi. Ef þeir sem rannsóknir annast myndu á einhverju stigi máls setja fram óskir þar að lútandi yrði einfaldlega að meta þær. Opinberir starfsmenn eru almennt bundnir þagnarskyldu um allt það sem leynt á að fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli máls. En varla verður litið svo á að þessi kvöð nái til ólögmætra athafna sem þeir komast að í starfi sínu. Þó að sérlög geti náð til slíkra tilvika verður trauðla séð að það eigi við um hina almennu þagnarskyldu. Einn þáttur þessara mála hefur reyndar þegar verið upplýstur að mestu. Það er eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins á árunum 1989 til 1990 með athöfnum róttækra námsmanna í Austur-Þýskalandi á sínum tíma. Sagnfræðingur greindi frá heimildum þar um í framhaldi af kröfu formanns þingflokks Samfylkingarinnar í grein í þessu blaði. Sú upplýsing byggðist á skriflegri lýsingu opinbers starfsmanns. Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki talið ástæðu til að draga þann fyrrverandi opinbera starfsmann til ábyrgðar vegna brota á þagnarskyldu. Ástæðan er hugsanlega sú að stjórnvöld telji að ekki hafi verið nægjanleg lagastoð fyrir fyrirmælum um trúnað þegar sú eftirgrennslan fór fram eða jafnvel að athöfnin öll hafi verið fyrir utan verksvið utanríkisráðuneytisins. Einu gildir hver ástæðan er. Fordæmi er þegar komið fyrir því að hin almenna þagnarskylda stendur ekki í vegi fyrir því að opinberir starfsmenn greini frá athöfnum af þessu tagi. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur talið nauðsynlegt að upplýst verði á hvaða lagaheimildum eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins var byggð. Það er fullkomlega gild spurning í þessari umræðu allri. Og enn á eftir að skýra hvers vegna utanríkisráðuneytið gerði ekki grein fyrir niðurstöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Upplýsingar tveggja virtra sagnfræðinga um eftirgrennslan stjórnvalda um athafnir erlendra ríkja og einstaklinga vegna atburða í andrúmslofti kalda stríðsins hafa eðli máls samkvæmt vakið upp mikla umræðu. Að sama skapi hafa fullyrðingar fyrrverandi utanríkisráðherra um hlerun á símtölum hans vakið athygli. Þessir atburðir hafa leitt til tveggja ólíkra rannsókna. Annars vegar er um að ræða athugun sérfræðinga á opinberum gögnum. Sú athugun var samhljóða ákveðin af Alþingi. Líta verður svo á að þar sé réttilega að málum staðið. Afar mikilvægt er að öll gögn þar að lútandi verði opinber. Vel má vera að sérfræðingarannsókn þessi leiði eitthvað það í ljós sem eðlilegt væri að rannsaka með öðrum hætti. Rétt hlýtur að vera að taka afstöðu til þess ef tilefni gefst til. Að svo stöddu sýnist það mál vera í eðlilegum farvegi. Sama má segja um lögreglurannsókn sem ríkissaksóknari mælti fyrir um vegna umræðu um hlerun á síma fyrrverandi utanríkisráðherra. Mikilvægt er að slík rannsókn fari fram að hætti opinberra mála. Þar með er tryggt að ýtrustu rannsóknarheimildir séu til staðar og vitnaskylda. Engin önnur leið er til að taka á máli af þessu tagi. Fram hafa verið settar hugmyndir um að veita með lögum fyrirfram almenna sakaruppgjöf vegna þessara mála allra. Röksemdin mun vera sú að slíkur háttur myndi auðvelda upplýsingaöflun. Ekki verður séð á þessu stigi að rök standi til að veita sakaruppgjöf af þessu tagi. Ef þeir sem rannsóknir annast myndu á einhverju stigi máls setja fram óskir þar að lútandi yrði einfaldlega að meta þær. Opinberir starfsmenn eru almennt bundnir þagnarskyldu um allt það sem leynt á að fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli máls. En varla verður litið svo á að þessi kvöð nái til ólögmætra athafna sem þeir komast að í starfi sínu. Þó að sérlög geti náð til slíkra tilvika verður trauðla séð að það eigi við um hina almennu þagnarskyldu. Einn þáttur þessara mála hefur reyndar þegar verið upplýstur að mestu. Það er eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins á árunum 1989 til 1990 með athöfnum róttækra námsmanna í Austur-Þýskalandi á sínum tíma. Sagnfræðingur greindi frá heimildum þar um í framhaldi af kröfu formanns þingflokks Samfylkingarinnar í grein í þessu blaði. Sú upplýsing byggðist á skriflegri lýsingu opinbers starfsmanns. Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki talið ástæðu til að draga þann fyrrverandi opinbera starfsmann til ábyrgðar vegna brota á þagnarskyldu. Ástæðan er hugsanlega sú að stjórnvöld telji að ekki hafi verið nægjanleg lagastoð fyrir fyrirmælum um trúnað þegar sú eftirgrennslan fór fram eða jafnvel að athöfnin öll hafi verið fyrir utan verksvið utanríkisráðuneytisins. Einu gildir hver ástæðan er. Fordæmi er þegar komið fyrir því að hin almenna þagnarskylda stendur ekki í vegi fyrir því að opinberir starfsmenn greini frá athöfnum af þessu tagi. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur talið nauðsynlegt að upplýst verði á hvaða lagaheimildum eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins var byggð. Það er fullkomlega gild spurning í þessari umræðu allri. Og enn á eftir að skýra hvers vegna utanríkisráðuneytið gerði ekki grein fyrir niðurstöðunum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun