Veiðiferðin er búin Róbert Marshall skrifar 27. október 2006 00:01 Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar