Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson.
Jensen hefur verið hjá Silkeborg samanlagt í nær tíu ár en félagið tapaði í gær sínum sjöunda heimaleik í röð á tímabilinu og það var kornið sem fyllti mælinn. Peter Knudsen, aðstoðarþjálfari Jensen, tekur við stjórn félagsins til bráðabrigða. - dsd