Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út 1. nóvember 2006 19:00 Guðmundur Finnbogason sálfræðingur, menntafrömuður og landsbókavörður Ný ævisaga um hann bætir úr verulegum skorti á hlutdeild hans í norrænum sálfræðikenningum og almennri umræðu Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Færri vita að Guðmundur var frumkvöðull í íslenskri sálfræði og vann sem slíkur gríðarlega merkilegt starf, bæði með fræðistörfum sínum og sem höfundur og hugmyndasmiður fræðslulaganna sem sett voru 1907 og lögðu grunninn að skólaskyldu hér á landi. Guðmundur var fæddur árið fyrir þjóðhátíðarárið, 1873, og lést lýðveldishátíðarárið 1944. Hann samdi verkið Den sympatiske forstaaelse sem er þekkt sem sígilt rit í norrænni sálfræði en mætti litlum skilningi landa sinni sem löngum hafa litið sálfræðina hornauga. Í ævisögunni gerir Jörgen sérstaka grein fyrir kenningum Guðmundar um samúðarskilninginn sem telja verður hans frumlegasta framlag til íslenskra hugvísinda og landar hans hafa ekki sýnt mikinn sóma. Bókin er 474 bls. að stærð og er ríkulega myndskreytt. Höfundurinn staðnæmist við kenningasmíði Guðmundar en rekur jafnframt margvíslega opinber afskipti hans en Guðmundur var gríðarlega áhrifamikill maður í opinberri umræðu hér á landi á sinni tíð og hafði áhrif víða, Jörgen Pind hefur unnið að riti sínu um nokkurra ára skeið og er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Færri vita að Guðmundur var frumkvöðull í íslenskri sálfræði og vann sem slíkur gríðarlega merkilegt starf, bæði með fræðistörfum sínum og sem höfundur og hugmyndasmiður fræðslulaganna sem sett voru 1907 og lögðu grunninn að skólaskyldu hér á landi. Guðmundur var fæddur árið fyrir þjóðhátíðarárið, 1873, og lést lýðveldishátíðarárið 1944. Hann samdi verkið Den sympatiske forstaaelse sem er þekkt sem sígilt rit í norrænni sálfræði en mætti litlum skilningi landa sinni sem löngum hafa litið sálfræðina hornauga. Í ævisögunni gerir Jörgen sérstaka grein fyrir kenningum Guðmundar um samúðarskilninginn sem telja verður hans frumlegasta framlag til íslenskra hugvísinda og landar hans hafa ekki sýnt mikinn sóma. Bókin er 474 bls. að stærð og er ríkulega myndskreytt. Höfundurinn staðnæmist við kenningasmíði Guðmundar en rekur jafnframt margvíslega opinber afskipti hans en Guðmundur var gríðarlega áhrifamikill maður í opinberri umræðu hér á landi á sinni tíð og hafði áhrif víða, Jörgen Pind hefur unnið að riti sínu um nokkurra ára skeið og er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands.
Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira