Lýsa yfir vonbrigðum sínum 2. nóvember 2006 02:15 Frá hvalstöðinni. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið afhent mótmælaskjal 25 þjóða vegna atvinnuhvalveiða. MYND/Vilhelm Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, afhenti í gær mótmæli 25 þjóða og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Í mótmælaskjali sem sendiherrann afhenti Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, kemur fram að þjóðirnar vilji ítreka mótmæli sín og vonbrigði vegna atvinnuhvalveiða Íslendinga og eru stjórnvöld hvött til að endurskoða ákvörðun sína. Fram kemur í skjalinu sú skoðun að veiðarnar geti heft vöxt hvalaskoðunar hér á landi og að Íslendingar hafi ákveðið veiðikvóta út frá gögnum sem hvorki hafi verið kynnt, farið yfir né samþykkt af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og það grafi undan starfsemi ráðsins. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir þessi mótmæli vera áþekk þeim sem bárust þegar hvalveiðar í vísindaskyni hófust árið 2003. „Þetta eru allt gamlir kunningjar úr hvalaumræðunni sem eru að ítreka sjónarmið sín, og heyrst hafa margoft áður. Ég virði þessar skoðanir sem þarna koma fram en við erum í fullum rétti og ég geri ekki ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu þessara þjóða." Meðal þeirra þjóða sem skrifuðu undir mótmælin eru Argentína, Ástralía, Brasilía, Chile, Tékkland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Írland, Ítalía, Nýja-Sjáland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, afhenti í gær mótmæli 25 þjóða og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Í mótmælaskjali sem sendiherrann afhenti Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, kemur fram að þjóðirnar vilji ítreka mótmæli sín og vonbrigði vegna atvinnuhvalveiða Íslendinga og eru stjórnvöld hvött til að endurskoða ákvörðun sína. Fram kemur í skjalinu sú skoðun að veiðarnar geti heft vöxt hvalaskoðunar hér á landi og að Íslendingar hafi ákveðið veiðikvóta út frá gögnum sem hvorki hafi verið kynnt, farið yfir né samþykkt af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og það grafi undan starfsemi ráðsins. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir þessi mótmæli vera áþekk þeim sem bárust þegar hvalveiðar í vísindaskyni hófust árið 2003. „Þetta eru allt gamlir kunningjar úr hvalaumræðunni sem eru að ítreka sjónarmið sín, og heyrst hafa margoft áður. Ég virði þessar skoðanir sem þarna koma fram en við erum í fullum rétti og ég geri ekki ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu þessara þjóða." Meðal þeirra þjóða sem skrifuðu undir mótmælin eru Argentína, Ástralía, Brasilía, Chile, Tékkland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Írland, Ítalía, Nýja-Sjáland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira