Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar 3. nóvember 2006 06:15 Einar Magnús Magnússon Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði.
Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira