Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar 4. nóvember 2006 07:45 „Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað." Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
„Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað."
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira