Stöndum vörð um kynfrelsið! 4. nóvember 2006 05:00 Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun