Ríkið tekur yfir prentsmiðju 5. nóvember 2006 05:00 Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun