Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það 10. nóvember 2006 09:15 Birkir Ívar Guðmundsson Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira